Month: nóvember 2020

Próftafla framhaldsskólastig haustönn 2020

Listdansbraut JSB-próftafla 26.nóv-17.des

1.ár PRÓFTAFLA

DJAS3LS03 1.ár Sandra: Fimmtudagur 26.nóvember kl.18:45 – 20:15 í sal 1. 

KLAD1GD05 1.ár María/Helga Kristín: Laugardagur 28.nóvember kl.11:25 – 12:55 í sal 5. 

NTDA2NR05/NTDA3SD05 1. og 2.ár Þórunn : Föstudagur 4.desember kl.15:10 – 16:40 í sal 5. (50% hlutfall af lokaprófseinkunn).

DJAS2CM03 1. og 2. ár Dísa: Mánudagur 7.desember kl.18:45 – 20:15 í sal 1(50% hlutfall af lokaprófseinkunn).  

SPDA2MH02/SPDA2LS05 1.ár/ 2.ár Ástrós: Ekkert próf, einkunn staðist ef nemandi hefur mætt vel og náð tökum á efninu. Nemendur fá umsögn frá kennara.

DSMÍ 1.-2.ár Irma: Fimmtudagur 17.desember kl.20:15 – 21:45 í sal 1 Verk í vinnslu/endurgjöf.

2.ár PRÓFTAFLA

KLAD2MF05/KLAD3TS05 2.ár-3.ár María/Helga Kristín: fimmtudagur 26.nóvember kl.18:40 – 19:20:10  í sal 5.

NTDA2NR05/NTDA3SD05 1. og 2.ár Þórunn : Föstudagur 4.desember kl.15:10 – 16:40 í sal 5. (50% hlutfall af lokaprófseinkunn).

NTDA3SD05 2.-3.ár Ástrós: Laugardagur 5.desember kl.11:25 – 12:55 í sal 2. (50% hlutfall af lokaprófseinkunn).

DJAS2CM03 1. og 2. ár Dísa: Mánudagur 7.desember kl.18:45 – 20:15 í sal 1(50% hlutfall af lokaprófseinkunn). 

DSMÍ 1.-2.ár Irma: Fimmtudagur 17.desember kl.20:15 – 21:45 í sal 1 Verk í vinnslu/endurgjöf.

SPDA2MH02/SPDA2LS05 1.ár/ 2.ár Ástrós: Ekkert próf, einkunn staðist ef nemandi hefur mætt vel og náð tökum á efninu. Nemendur fá umsögn frá kennara.

3.ár PRÓFTAFLA

KLAD2MF05/KLAD3TS05 2.ár-3.ár María/Helga Kristín: fimmtudagur 26.nóvember kl.18:40 – 19:20:10  í sal 5.

DJAS4CJ03 3.ár Ástrós: Mánudagur 30. nóvember kl.18:30 – 20:00 í sal 5. 

NTDA3SD05 3.ár Kata G : Fimmtudagur 3.desember kl.17:00 – 18:30 í sal 5. (50% hlutfall af lokaprófseinkunn).

NTDA3SD05 2.-3.ár Ástrós: Laugardagur 5.desember kl.11:25 – 12:55 í sal 2. (50% hlutfall af lokaprófseinkunn).

DSMÍ 3.ár/Þórunn: Mánudagur 14.des. kl.20:15 – 21:45 í sal 5. Verk í vinnslu/endurgjöf.

-MIKILVÆGT- Sóttvarnarreglur JSB vegna COVID 19

Kæru foreldrar og nemendur JSB, 18.nóv hefst danskennsla hjá leik og grunnskólaaldri.
-Vinsamlegast kynnið ykkur nýjar sóttvarnarreglur JSB. –

Sóttvarnarreglur hjá JSB vegna Covid

  • Vegna fjöldatakmarkana er ekki hægt að leyfa foreldrum eða öðrum að bíða á göngum skólans meðan nemendur eru í tíma. Hjálpumst að við að halda húskynnum skólans öruggum svo að skólastarf geti verið með sem eðlilegustum hætti. 
  • Allir sem geta eru hvattir til að mæta tilbúnir í æfingafötum á æfingu og fara í sturtu heima eftir æfingar.
  • Foreldrar nemenda í forskólahópum eru beðnir um að mæta með börnin tilbúin í æfingafötum og yfirgefa húsnæði skólans þegar börnin eru komin í umsjón kennara, undanskyldir eru foreldrar 2ja ára barna
  • Munum handþvottinn fyrir og eftir tíma og sprittum hendur. Virðum fjarlægðartakmarkanir í tímum eins og kostur er. 
  • Grímuskylda er hjá nemendum frá 8.bekk (13 ára og eldri). Nemendur mæta með sinar eigin grímur.
  • Ef nemendur finna fyrir flensueinkennum eiga þeir að halda sér heima.

Kær kveðja frá kennurum,

UNGLIST listahátíð ungs fólks verður streymt á netinu í ár.

Hægt verðu að fylgjast með listahátíðinni UNGLIST á facebook síðu hátíðarinnar.

Listdansbraut Danlsitarskóla JSB tekur þátt í hátíðinni líkt og undanfarin ár. Mikill munur er þó á hátíðinni vegna samkomu takmarka í þjóðfélaginu. Það verður viss áskorun fyrir nemendur okkar og kennarar að takast á við þetta breytta fyrirkomulag. En í ár eru það Sandra Ómarsdóttir og Ástrós Guðjónsdóttir sem fara fyrir hópi nemenda frá JSB. Þær eru báðar kennarar og fyrrverandi nemendur við skólann. Hægt að lesa sér til um þær hér- Sandra og Ástrós.

Hér má sjá kynningar myndband sem dansskólar landsins sameinast í kynningu.

HÉR er svo linkur á alla viðburði hátíðarinnar. Hátíðin verður einungis sýnd á rafrænu formi í ár.

Kennsla á leik og grunnskólaaldri hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 18.nóvember

Öll danskennsla á leik og grunnskólaaldri hefst 18.nóvember.

Danslistarskóli JSB framlengir haustönn til 31.janúar!

Til að mæta tímatapi nemenda sem orðið hefur v. Covid er áætlað að lengja haustönn til 31.janúar hjá jazzballettnemendum og nemendum á grunnstigi listdansbrautar. Jafnframt verður kennt skv. stundaskrá í jólafríi dagana 18.-22.desember og dagana 4.-6.janúar. Með þessu móti er leitast við að bæta nemendum upp þá danstíma sem þeir hafa misst. 

Danskennarar JSB eru í startholunum en vonandi verður hægt að hefja kennslu þann 18.nóvember næstkomandi. Málin skýrast á næstu dögum með nýrri reglugerð heilbrigðisyfirvalda. Hlökkum svo til að hitta nemendur aftur inni í danssal, kennsla hefst um leið og hægt verður.

Kær kveðja,

Danskennarar og starfsfólk JSB