Inntökupróf á framhaldskólastig listdansbrautar verður haldið þriðjudaginn 26.apríl kl.18:30.
Inntökuprófið er fyrir alla þá sem hefja nám í menntaskóla haustið 2022 og vilja taka stúdentspróf í listdansi eða hafa listdansinn part af sínu námi.
Við Menntaskólann í Hamrahlíð er kennd listdansbraut og er þá verklegi hlutinn 91 F-eining af stúdentsprófinu. Hér má lesa nánar um brautina.
Nánar má kynna sér dansnám á listdansbraut JSB HÉR.
Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið dans@jsb.is-það sem þarf að koma fram er:
- Fullt nafn
- Val á framhaldsskóla/menntaskóla
- fyrri dansreynsla