Month: mars 2022

Inntökupróf á framhaldsskólastig listdansbrautar JSB

Inntökupróf á framhaldskólastig listdansbrautar verður haldið þriðjudaginn 26.apríl kl.18:30.

Inntökuprófið er fyrir alla þá sem hefja nám í menntaskóla haustið 2022 og vilja taka stúdentspróf í listdansi eða hafa listdansinn part af sínu námi.

Við Menntaskólann í Hamrahlíð er kennd listdansbraut og er þá verklegi hlutinn 91 F-eining af stúdentsprófinu. Hér má lesa nánar um brautina.

Nánar má kynna sér dansnám á listdansbraut JSB HÉR.

Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið dans@jsb.is-það sem þarf að koma fram er:

  • Fullt nafn
  • Val á framhaldsskóla/menntaskóla
  • fyrri dansreynsla

Inntökupróf á grunnstig JSB

Inntökupróf á grunnstig JSB verður haldið laugardaginn 30.apríl.

Mikil aðsókn hefur verið á grunnstigið hjá okkur og oft eru plássin af skornum skammti. En að þessu sinni ætlum við að bjóða árgöngum 2008-2012 að þreyta inntökupróf 🙂

  • 2008-2010 mæta kl.15:30
  • 2011-2012 mæta kl.17:00

Umsækjendur eru beðnir um að mæta í viðeigandi dansfatnaði. Aðsniðnum bol og buxum og jazzskóm. Nemendur eru prufaðir í jazztækni og jazzdansi í þessum hluta. Æskilegt er að nemendur hafi að minnsta kosti 1-2 ára dansreynslu að baki.

Áhugasamir eru beðnir að senda inn umsókn á dans@jsb.is, það sem þarf að koma fram er:

  • Fullt nafn nemenda
  • Aldur (kennitala)
  • fyrri dansreynsla og dansskóli
  • Fullt nafn forráðamanns
  • Sími og netfang forráðamanns

Nemendasýning JSB

Nemendasýning JSB er dagana 28. og 29.mars á stóra sviði Borgarleikhússins.

Sýningin í ár ber yfirskriftina FANTASÍUHEIMAR, þar leiða nemendur áhorfendur inní allskyns heima og má þar nefna sykurpúðaheim, leikfangaheim og myrkraheim.

Æfingar fyrir sýninguna hafa staðið yfir frá því í janúar og eru allir bæði nemendur og kennarar mjög spenntir.

Hér er hægt að nálgast miða.

Frábær árangur á Dance World Cup !!

Undankeppni Dance World Cup var haldin síðastliðinn mánudag þann 14.mars. Alls tóku 13 atriði þátt frá JSB.

Öll atriðin náðu tryggðu sér þáttökurétt í aðalkepnninni sem haldin verður í San Sebastian í sumar.

Það voru ófáar medalíurnar og bikaranir sem JSB nemendur tóku með sér úr Borgarleikhúsinu, einnig voru 2 atriði sem hlutu sérstök dómaraverðlaun! En það er fyrir framúrskarandi árangur í sínum flokki.

Við gætum bara ekki verið stoltari af flottu nemendunum okkar.!!!!

Næst á dagskrá er San Sebastian í sumar, það er ekkert sem stoppar þessa snillinga í JSB 🙂

ÁFRAM TEAM JSB

Endilega fylgið okkur Team JSB á Instagram og danslistarskolijsb

Upplýsingar fyrir nemendasýningu JSB 2022

Nú fer senn að líða að árlegri nemendasýningu JSB. En hún verður haldin dagana 28. og 29.mars í Borgarleikhúsinu. Athugið að mikilvægt er að kaupa miða á rétta sýningu, miðasala hefst miðvikudaginn 16.mars kl.12:00

Nemendum er skipt niður á sýningardaga og sýnir hver hópur tvisvar sinnum á sama degi, eða kl.17 og 19. Nemendu er ekki heimilt að fara fyrr en seinni sýningu er lokið.

Æfingar á sviði eru samdægurs, mæting er mismunandi eftir hópum. Á Meðfylgjandi lista má sjá hvenær mæting er hjá hverjum og einum.

Eftirfarandi hópar sýna mánudaginn 28.mars og er mæting eftirfarandi:

Eftirfarandi hópar sýna þriðjudaginn 29.mars og mæting er eftirfarandi:

Athugið að hópur E3 sýnir kl.17 og hópur E2 sýnir kl.19:

Dance World Cup

Undankeppni Dance World Cup verður haldin í Borgarleikhúsinu þann 14.mars. Keppnin hefst kl.11 og stendur fram eftir degi.

JSB sendir 4 stór hópatriði, 6 sólóa, 2 dúetta og 1 tríó. Mikil spenna er hjá öllum keppendum.

Hér er hægt að nálgast miða í sal.

Einnig verður hægt að fylgjast með keppninni í beinu streymi á RÚV.

Fyrstu keppendur frá JSB stíga á svið kl. 11:29 og síðustu um 16:33. Svo það verður sannkölluð dansveisla í gangi allan mánudaginn.