Month: janúar 2022

JSB og Upptaktur

Útskriftarnemar listdansbrautar JSB taka þátt í skemmtilegu verkefni á vegum Hörpu tónlistarhúss og Íslenska dansflokksins.

Sýndar verða 2 sýningar í Silfurbergi sunnudaginn 6.febrúar. ÓKEYPIS er inn á viðburðinn, einnig verður sýningunni streymt á Youtube rás Hörpu.

Nánar má lesa um viðburðinn hér

Dance World Cup 14.mars

Nú er undirbúningur fyrir undankeppni Dance World Cup þann 14.mars í fullum gangi.

JSB hyggst senda 4 stór hópatriði og nokkurn fjölda af sólóum og dúettum.

Mikil eftirvænting er bæði hjá kennurum og nemendum.

Sóttvarnarreglur JSB

Sömu takmarkanir gilda um frístundastarf líkt og í leik og grunnskólum.

  • Grímuskylda er fyrir alla 15 ára og eldri á göngum skólans.
  • Mælst er með því að nemendur mæti tilbúnir í æfingafötum til að lágmarka umgang um húsið.
  • Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að takmarka komur sínar inní húsakynni JSB.
  • Ef nemandi er með kvefeinkenni þá halda sig heimavið.
  • Nemandi í smitgát má mæta á sínar æfingar.
  • Mikilvægt er að viðhalda persónulegum sóttvörnum með að þvo hendur og spritta.

Vinsamlegast látið vita af forföllum tengdum Covid19 á netföngin thordis@jsb.is eða helgahlin@jsb.is

Í sambandi við nemendur sem fara í smitgát

Í sambandi við nemendur sem lenda í sóttkví

GILDANDI TAKMARKANIR

Kennsla hefst 10.jan

Öll kennsla í Danslistarskóla JSB hefst mánudaginn 10.janúar. Allir skráðir nemendur ættu að vera komnir með stundatöfluna sína inná Sportabler appið.

Enn eru örfá pláss laus á vorönnina.

Ef einhverjar spurningar vakna um námið hjá JSB þá er hægt að hafa samband á netfangið thordis@jsb.is