Month: desember 2021

Jólakveðja 🎄

Nú ættu allir skráðir nemendur að hafa fengið æfingaáætlunina sína inná sportabler 🙂 Kennsla hefst 10.janúar hjá jazzballettskólanum og 4.janúar hjá framhaldsbraut listdansbrautar.

Við þökkum fyrir góða mætingu foreldra á OPNA HÚSIÐ hjá okkur og skemmtu nemendur sér vel að sýna foreldrum sínum afrakstur annarinnar.

Strax á nýja árinu hefjast æfingar fyrir nemendasýninguna okkar FANTASÍUHEIMAR. En hún verður haldin í Borgarleikhúsinu 28. og 29.mars. Allir að taka dagana frá 🙂

Eins og alltaf, þá svörum við glaðar öllum fyrirspurnum. Ef spurningar vakna um skráningarforritið Sportabler þá hafið samband á helgahlin@jsb.is og öllum öðrum fyrirspurnum svarar aðstoðarskólastjóri á thordis@jsb.is

Starfsfólk og kennarar óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum fyrir árið sem er að líða. Sjáumst hress og kát á nýju ári.

*Ef einhver er ennþá ekki búin að fá sér appið í símann þá er um að gera að græja það sem fyrst svo engar mikilvægar upplýsingar fara framhjá ykkur

JSB fyrir alla dansara💃

Nú er haustönninni að ljúka og allilr hópar eru búnir að undirbúa flott „Opið Hús“ sýningu fyrir sína nánustu. En allir hópar fara í jólafrí 16.des.

Allir nemendur eru sjálfkrafa skráðir áfram á vorönn, mikilvægt er að láta vita fyrir 10.desember ef nemandi hyggst ekki halda áfram.

SKRÁNING NÝNEMA HAFIN á Sportabler þar er hægt að skrá sinn dansara beint í hópinn ef laust er, annars er hægt að skrá á biðlista.

KENNSLA Á NÝJU ÁRI HEFST 10.JANÚAR

Minnum á að nemendasýningin okkar FANTASÍUHEIMAR verður í Borgarleikhúsinu dagana 28.-29 mars 2022. Takið dagana frá !!!

Jólasýning listdansbrautar.

Framhaldsstig listdansbrautar mun halda sýningu á sal skólans þann 16.desember. Afhending einkunna verður að sýningu lokinni.

Athugið að einungis geta 2 fullorðnir fylgt hverjum nemenda.

1.ár sýnir kl.17:30

2.-3.ár sýnir kl.19:00

Jólafrí hefst þann 17.des