Nú ættu allir skráðir nemendur að hafa fengið æfingaáætlunina sína inná sportabler 🙂 Kennsla hefst 10.janúar hjá jazzballettskólanum og 4.janúar hjá framhaldsbraut listdansbrautar.
Við þökkum fyrir góða mætingu foreldra á OPNA HÚSIÐ hjá okkur og skemmtu nemendur sér vel að sýna foreldrum sínum afrakstur annarinnar.
Strax á nýja árinu hefjast æfingar fyrir nemendasýninguna okkar FANTASÍUHEIMAR. En hún verður haldin í Borgarleikhúsinu 28. og 29.mars. Allir að taka dagana frá 🙂
Eins og alltaf, þá svörum við glaðar öllum fyrirspurnum. Ef spurningar vakna um skráningarforritið Sportabler þá hafið samband á helgahlin@jsb.is og öllum öðrum fyrirspurnum svarar aðstoðarskólastjóri á thordis@jsb.is
Starfsfólk og kennarar óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum fyrir árið sem er að líða. Sjáumst hress og kát á nýju ári.
*Ef einhver er ennþá ekki búin að fá sér appið í símann þá er um að gera að græja það sem fyrst svo engar mikilvægar upplýsingar fara framhjá ykkur