Month: nóvember 2021
Jólagjöf JSB dansarans 🎁
Dansbúð JSB er með til sölu merktan skóladansfatnað sem er tilvalin jólagjöf handa dansaranum þínum 🎁
Fallegur dansfatnaður frá dansvörumerkinu Papillon.
Sjá fatnað HÉR
Opið hús dagana 6.-15.des :)
Kæru foreldrar og nemendur.
Nú fer að koma að árlega opnu húsi hjá nemendum JSB. Ekkert opið hús var í fyrra vegna samkomutakmarka, en í ár ætlum við að láta reyna á þetta, og eru bæði nemendur og kennarar spenntir að taka á móti ykkur. Upplýsingar um hvenær foreldrar eiga að mæta verður sent til ykkar á Sportabler 🙂
- Á opnu húsi sýna nemendur foreldrum sýnishorn af því sem þeir hafa lært á önninni og kennarar kynna nemendasýninguna. Athugið að grímuskylda er á alla foreldra á opnu húsi. Mikilvægt er að mæta á þeim tíma sem ykkur er úthlutað því við þurfum að halda okkur innan fjöldatakmarka.
- Nemendasýning JSB verður dagana 28-.29. mars 2022.
- Jólastuð verður svo í síðasta tíma fyrir jólafrí, nánari upplýsingar koma frá kennurum í sambandi við það.
- Síðasti kennsludagur fyrir jól er 15.des og fyrsti kennsludagur eftir jól er 10.janúar.
- Allir nemendur eru sjálfkrafa skráðir áfram á næstu önn. Afskráningar þurfa að berast fyrir 10.desember á helgahlin@jsb.is
Öllum öðrum fyrirspurnum svarar aðstoðarskólastjóri á netfanginu thordis@jsb.is.
Kveðja JSB
Hertar sóttvarnir vegna COVID 19.
Grímuskylda er í JSB á göngum og í sameiginlegum rýmum ef ekki er hægt að viðhalda 1m reglunni. Taka má niður grímuna þegar komið er inní sal. Þetta á við um alla nemendur 16 ára og eldri. Grímuskylda á ekki við nemendur 15 ára og yngri.
Nemendur sem eru í smitgát, mega mæta á æfingar ef alveg einkennalausir, en huga þarf sérstaklega að persónulegi hreinlæti á þeim tíma, sem og alltaf.
Við minnum á mikilvægi þess að gæta að persónulegum sóttvörnum, þvo sér fyrir og eftir æfingu og spritta hendur. Einnig að halda sig heima við ef nemandi finnur fyrir einkennum.
Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að halda ferðum sínum inní húsakynni JSB í lágmarki. Ef þið komið inn þá vinsamlegast berið grímu.
Við höfum gert þetta áður og kunnum þetta allt 🙂 Við getum þetta ef við gerum þetta saman.
Lesa má nánar um nýjustu sóttvarnarreglurnar hér að neðan.