Okkur þykir leitt að kennsla hjá JSB mun liggja niðri enn um sinn í ljósi nýrra frétta frá heilbrigðis- og almannayfirvöldum. Hertar reglur gilda frá og með 31.október-17.nóvember.
Eins og áður hefur verið gefið út munu nemendur JSB fá uppbótardanstíma vegna tapaðra tíma í kennslu. Uppbótartímar verða kynntir um leið og hægt verður og munu hópar fá tölvupóst þess efnis en líklegt er að haustönn teygist fram í janúar. Við hvetjum nemendur til að vera duglegir að æfa sig heima þar til við hittumst að nýju inni í danssal.
Farið vel með ykkur,
saknaðarkveðja, Kennarar og starfsfólk JSB
Hér er að sjá reglugerð og minnisblað og sóttvarnarlæknis sem gildir frá og með 31.október-17.nóvember.