Month: október 2020

Því miður engin kennsla hjá JSB á næstunni.

Okkur þykir leitt að kennsla hjá JSB mun liggja niðri enn um sinn í ljósi nýrra frétta frá heilbrigðis- og almannayfirvöldum. Hertar reglur gilda frá og með 31.október-17.nóvember.

Eins og áður hefur verið gefið út munu nemendur JSB fá uppbótardanstíma vegna tapaðra tíma í kennslu. Uppbótartímar verða kynntir um leið og hægt verður og munu hópar fá tölvupóst þess efnis en líklegt er að haustönn teygist fram í janúar. Við hvetjum nemendur til að vera duglegir að æfa sig heima þar til við hittumst að nýju inni í danssal. 

Farið vel með ykkur,

saknaðarkveðja, Kennarar og starfsfólk JSB

Hér er að sjá reglugerð og minnisblað og sóttvarnarlæknis sem gildir frá og með 31.október-17.nóvember.

JSB í Stundinni okkar 😄

Stundin okkar kíkti í heimsókn til okkar og vildi vita hvað jazzballett væri. Stelpurnar í C1 og listdansbraut 3.-4.stig tóku á móti þeim.

Þær sýndu þeim vel valdar æfingar, dans og gáfu þeim stutt viðtal um jazzballett.

Þær stóðu sig allar alveg frábærlega vel og voru flottir fulltrúar Danslistarskóla JSB. Við erum mjög stoltar af þeim.

Þáttinn má nálgast hér

Getum ekki hafið kennslu alveg strax en dans- og heimaæfingar koma í vikunni

Kæru JSB nemendur og foreldrar,
Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tekur gildi á morgun 20.október liggur íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga niðri enn um sinn.

Kennarar JSB eru nú að vinna í heimaverkefnum til að senda hópum í þessari og næstu viku, dansbrot og æfingar verða sendar í videoformi á alla hópa fljótlega.

Hlökkum til að hitta nemendur aftur um leið og hægt verður. Stefnum á að bæta upp tapaða tíma í nóvember og desember eins og mögulegt er.
Bestu kveðjur, kennarar og starfsfólk JSB

Öll kennsla JSB fellur niður til 19.október

Öll danskennsla hjá JSB fellur niður til 19.október Samkvæmt nýrri tilkynningu frá almannavörnum höfuðborgarsvæðisins er ljóst að hætta verður danskennslu hjá Danslistarskóla JSB fram til 19.október.

Nánari upplýsingar og skilaboð frá kennurum berast á allra næstu dögum.

Kær kveðja, Kennarar og starfsfólk JSB