Month: mars 2023

Dansbikarinn 2023

Dansbikarinn var haldin föstudagskvöldið 24.mars. 16 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu þeir sig allir frábærlega. Keppt var í sóló og dúett/tríó í aldursflokkum 10-12 ára og 13-16 ára.

Dómarar voru þrír og gáfu þeir stig frá 1-5 fyrir 5 mismunandi atriði, frumleika, danssköpun, framkvæmd, sviðsframkomu og búninga.

  • Inga Maren (dansari hjá Íslenska dansflokknum og kennari á listdansbraut JSB)
  • Sara Dís (danskennari hjá JSB) og
  • Rut Rebekka (3.árs nemi á listdansbraut JSB)

Dansbikarinn er innanhúsdanskeppni Danslistarskóla JSB og var haldin árlega á árunum 2001-2014. Keppnin hefur legið í dvala í nokkur ár og var sannarlega komin tími á að endurvekja þennan skemmtileg viðburð.

Við erum ótrúlega stoltar af öllum keppendum sem kepptu í ár og þakklátar fyrir alla vinnuna sem nemendur lögðu á sig til að skapa svona flott dansverk.

Hlökkum til að sjá ykkur öll aftur á næsta ári.

Verðlaunahafar Dansbikarins árð 2023

10-12 ára SÓLÓ

  • Hjördís Lóa Óttarsdóttir

13-15 ára SÓLÓ

  • Yrsa Róbertsdóttir

10-12 ára DÚETT

  • Hrafnhildur Ýrr Margeirsdóttir og Katrín Edda Ólafsdóttir.

13-15 ára DÚETT

  • María Dóra Hrafnsdóttir og Þórdís Ragnarsdóttir.