Month: október 2021

🎃Hrekkjavökuvika JSB 🎃

Dagana eftir vetrarfrí 26-31.okt verða hræðilegir hrekkjavökudagar í JSB. 👻

Kenndir verða svakalegir hrekkjavökudansar, farið í leiki og skemmt sér hræðilega í aðdraganda hrekkjavökunnar.

Nánari upplýsingar fá nemendur frá kennurum sínum.

Hrekkjavökukveðja JSB

Unglist 6.nóv

Danslistarskóli JSB hefur tekið þátt í danskvöldi Unglsitar undanfarin ár og er þetta ár engin undantekning.

Í ár eru það 7 nemendur af framhaldsstigi listdanbrautar sem sýna verk eftir Auði Huld Gunnarsdóttur, en hún er jafnframt kennari við skólann.

Sýningin í ár er á stóra sviði Borgarleikhússins þann 6.nóv. Frítt er inn svo endilega fylgjist vel með þegar miðapöntun fer af stað.

Mikil stemmning er á danskvöldi Unglistar en þar koma fram flestir dansskólar Reykjavíkur.

Dance World Cup

Undankeppni Dance World Cup verður haldin í mars á næsta ári. Danslistarskóli JSB stefnir á þáttöku og skoðar nú áhuga JSB nemenda á að vera partur af keppnisliði JSB. Þau atriði sem komast í gegnum undankeppni og fá 70 stig eða meira fá keppnisrétt í aðalkeppni Dance World Cup sem haldin verður á Spáni í júní á næsta ári. Nánar er hægt að kynna sér aðalkeppnina hér

Æfingar keppnisliðs JSB munu fram á sunnudögum og er gert ráð fyrir að æfingtímabilið sé frá nóv-mars(frí í desember). Umsækjendur verða að skuldbinda sig á allar æfingar sem settar eru fyrir.

Stefnt er á að hafa 1-3 stór hópatriði í junior(13 ára +) og senior(17 ára +). Dansstílar væru annaðhvort Jazz eða nútímadans. Hér er hægt að skoða síðu keppnisliðsins frá fyrri árum

Einnig er möguleiki á að sækja um vera með dúett, tríó eða sóló í children(10 ára +), junior(13 ára +) og senior(17 ára +). En einstaklingar sem sækja um það verða að hafa einstaklega góða sviðsframkoma og minnsta kosti 3 ára dansnám að baki.

Undirbúningur fyrir svona keppni krefst gífurlegrar skipulagningar.. því viljum við biðja áhugasama nemendur sem vilja taka þátt og geta skuldbundið sig að æfa á sunnudögum fram að keppni að senda okkur umsókn í tölvuppósti á netfangið dans@jsb.is

Umsóknarfrestur er til 29.okt.

Taka þarf fram eftirfarandi í umsókninni: Nafn, aldur, í hvaða hóp viðkomandi æfir, hvað hann bíður sig fram í (hóp, trío, dúett, sóló) Þegar umsóknarferlinu er lokið mun fara fram skipting í hópa, æfingaplan sett niður og danshöfundar settir á hópa og einstaklinga. Því næst verður æfingagjald sett fram, fer eftir hversu mörgum atriðum hver dansari er í, fjölda þáttakenda osfrv.

Þetta verður STUÐ !! Áfram JSB