-MIKILVÆGT- Sóttvarnarreglur JSB vegna COVID 19

Kæru foreldrar og nemendur JSB, 18.nóv hefst danskennsla hjá leik og grunnskólaaldri.
-Vinsamlegast kynnið ykkur nýjar sóttvarnarreglur JSB. –

Sóttvarnarreglur hjá JSB vegna Covid

  • Vegna fjöldatakmarkana er ekki hægt að leyfa foreldrum eða öðrum að bíða á göngum skólans meðan nemendur eru í tíma. Hjálpumst að við að halda húskynnum skólans öruggum svo að skólastarf geti verið með sem eðlilegustum hætti. 
  • Allir sem geta eru hvattir til að mæta tilbúnir í æfingafötum á æfingu og fara í sturtu heima eftir æfingar.
  • Foreldrar nemenda í forskólahópum eru beðnir um að mæta með börnin tilbúin í æfingafötum og yfirgefa húsnæði skólans þegar börnin eru komin í umsjón kennara, undanskyldir eru foreldrar 2ja ára barna
  • Munum handþvottinn fyrir og eftir tíma og sprittum hendur. Virðum fjarlægðartakmarkanir í tímum eins og kostur er. 
  • Grímuskylda er hjá nemendum frá 8.bekk (13 ára og eldri). Nemendur mæta með sinar eigin grímur.
  • Ef nemendur finna fyrir flensueinkennum eiga þeir að halda sér heima.

Kær kveðja frá kennurum,