Dance World Cup

TEAM JSB

Danslistarskóli JSB tekur þátt í undankeppni Dance World Cup sem haldin verður á Íslandi í lok janúar 2020. Úr inntökuprufum verða valdir nemendur í keppnislið JSB. Stefnt er að keppni í mismunandi keppnisflokkum með stór og minni hópdansatriði sem og solo og trio atriði.

ÆFINGATÍMABILIÐ ER FRÁ MIÐJUM OKTÓBER TIL LOK JANÚAR

Æfingar verða á sunnudögum milli kl.11:00 – 13:00 tímabilið 13.október – 15.desember, samtals 20 klst. fyrir jól.
Æfingar í janúar verða á sama tíma á sunnudögum fram að keppni, samtals 10 klst.
Æfingagjald er 35.000 kr. fyrir þá sem veljast í eitt keppnisatriði.
Ef nemandi tekur þátt í fleiri en einu keppnisatriði t.d. solo og hópdans þá hækkar æfingagjaldið í 45.000 kr.