Listdansbraut-grunnstig

Danslistarskóli JSB býður uppá grunnám í listdansi, sem er partur af Listdansbraut JSB.

HVAÐ ER GRUNNSTIG?

Þar gefst áhugasömum nemendum tækifæri til að bæta við sig þekkingu og kunnáttu á fleiri dansstílum en jazzballet. Grunnstigið er því tilvalin undirbúningur fyrir þá sem ætla að fara á framahaldsbraut í listdansi.

Á grunnstigi er kenndur jazzballett, en auk þess lærir nemandinn klassískan ballett og nútímadans. Kennt er frá 4 klst. uppí 10 klst á viku í 36 vikur yfir veturinn. Nemendum er raðað í hópa eftir aldri.

INNTÖKUSKILYRÐI

Ár hvert er haldið inntökupróf á grunnstigið þar sem nemendur eru valdir út frá hæfileikum og getu.