Félagslíf nemenda JSB

Dansmenning og félagslíf

Skólastarf JSB er suðupottur dans- og barnamenningar. Mikið félagslíf tengist viðburðum og sýningum á vegum skólans. Ýmislegt er gert til að efla félagslíf í skólanum. Og lagt upp úr því að finna eitthvað við hæfi allra aldurshópa. Bæði innanlands og utan landsteinanna.

Innanlands:

Meðal viðburða hjá 13-15 ára er ÁRSHÁTIÐ og gistinótt “sleep over”. Nemendur mæta í dansskólann með dýnu og svefnpoka og gista. Haldin er kvöldvaka þar sem farið er í hópeflisleiki, borðað og spjallað en með því er stuðlað að því að nemendur nái að kynnast. Hjá 9-11 ára er m.a. haldið hrekkjavökuball og fyrir þau allra yngstu 2- 8 ára er jólaball. Svo má nefna Dansbikarinn, en það er innanhús danskeppni fyrir 10 -15 ára. Árlega stendur skólinn fyrir skipulögðum leikhúsferðum þar sem nemendur og kennarar fara saman á danssýningar hjá Íslenska dansflokknum. Þar fá nemendur tækifæri til að njóta sín saman sem áhorfendur og leikhúsgestir.

Erlendis:

Nemendahópar frá 13 ára aldri hafa fengið að spreyta sig í alheimskeppninni Dance World Cup, bæði í undankeppni hérlendis sem og aðalkeppni erlendis og er þátttakan mikil upplifun. Skólinn stendur einnig fyrir dansferð til London fyrir framhaldsstigi listdansbrautar(16 ára og eldri). Í dansferðum sækja nemendur danstíma í Pineapple dancestudios, farið er á danssýningar, söngleiki o.fl. ferðirnar hafa verið mjög vinsælar og lærdómsríkar fyrir nemendur. Sumarið 2023 verður svo farið í fyrsta sinn í viku langa dansæfingabúðir í Leeds fyrir 14-15 ára nemendur á grunnstigi listdansbrautar, en þar er dansað allan daginn frá 9-16 og endar svo með sýningu á lokadegi. Stefnt er á að fara annað hver ár í námsferð til London/Leeds og á móti í Dance World cup.

Nemendafélag framhaldsstigs listdansbrautar.

Starfrækt er nemendafélag á vegum listdansbrautar JSB. Að jafnaði eru 6 nemendur í stjórn félagsins hverju sinni, eða 2 af hverju ári. Á vorin er kosning í stjórnina fyrir komandi skólaár.

Nemendafélagið stendur fyrir allskyns viðburðum fyri nemendur listdansbrautar. Helstu viðburðirnir eru busakvöld og árshátíðin. Aðrir minni viðburðir eru t.d. pizzapartý, bíókvöld, leikhúsferðir og sundferðir. Megin markmið nemendafélagsins er að skapa grundvöll fyrir nemendur til að hittast og eiga góðar samverustundir utan danssalarins og skapa þannig sterkari vinabönd.

Hér er Instagram síða nemó JSB

Í stjórn nemendafélags JSB eru eftirfarandi nemendur: Jóhanna Björg Baldursdóttir (1.ár) Linda Amina Shamsudin (1.ár) Vigdís Helga Atladóttir (2.ár) Þórunn Birna Benediktsdóttir (2.ár) Una Lea Ránar Guðjóns (3.ár) Úlfhildur Melkorka Magnad. (3.ár)