Posts by: Þórdís Schram

KENNSLA HEFST 12.SEPT

Skráning í fullum gangi í alla jazzballetthópa og forskólann.

SKRÁ HÉR

Jazzballett fyrir allan aldur 🙂

 • Forskóli 2-5 ára
 • D-hópar 6-9 ára
 • C-hópar 10-1 ára
 • B-hópar 13-15 ára
 • A-hópar 16 +

Nánar er hægt að kynna sér kennslufyrirkomulagið hér.

Stundatafla verður send á alla skráða nemendur uppúr miðjum ágúst.

Fyrirspurnum er svarað á thordis@jsb.is

*kennsla á grunnstigi hefst 5.sept*

*Framhaldsstig listdansbrautar hefst 22.ágúst*

Skráning hafin fyrir næsta skólaár 😀

Nú er skráning hafin fyrir skólaárið 2022-2023. Allir núverandi nemendur ættu að vera búnir að staðfesta plássið sitt fyrir næsta vetur með því að greiða staðfestingargjald í Sportabler appinu.

Allir nýnemar sem eru byrjendur eða framhaldsnemar skrá sig og greiða 10.000kr skráningargjald( sem gengur svo uppí skólagjaldið).

SKRÁNING HÉR

Stundatafla verður svo birt í byrjun ágúst.

 • Öllum spurningum um námið og hópa svarar Þórdís á netfanginu thordis@jsb.is
 • Öllum spurningum um skráningar og skr´´aningarkerfið svarar Helga Hlín á helgahlin@jsb.is

Síðasti kennsludagur JSB

Síðasti kennsludagur hjá JSB er þann 14.maí 🙂 Skemmtileg önn er að baki og hlökkum við mikið til næsta dansveturs með ykkur.

Allir núverandi nemendur hafa forgang í skólann næsta vetur. Send verður út greiðslubeiðni fyrir staðfestingargjaldi inní Sportabler appinu. Ef nemandi hyggst ekki halda áfram dansnámi næsta vetur þá er nóg að merkja við “mæti ekki”. Allir aðrir merkja við “mæti” og greiða staðfestingargjaldið og eru þá komnir með öruggt pláss í skólanum.

Hópaskipting og upplýsingar um tímasetningu munu berast ykkur í gegnum Sportabler appið í ágúst 🙂

Vonum að þið hafið það glimrandi gott og hlökkum til að sjá ykkur öll í dansandi stuð í haust !!

Kveðja, kennarar og starfsfólk Danslistarskóla JSB.

Páskamessa og dans

Karen Emma Þórisdóttir nemandi á 1.ári listdansbrautar dansaði fyrir hönd JSB í páskamessu hjá Óháða Söfnuðinum.

Pétur prestur í söfnuðinum hefur i þónokkur ár beðið JSB dansara um balletttjáningu snemma á páskadagsmorgun. Það hefur gengið vel og er orðið að hálfgerðri hefð hjá okkur í JSB. Alltaf gaman að dansa fyrir áhorfendur og skemmir fyrir að fá heitt kakó og volgar brauðbollur á eftir.

Fantasíuheimar-upptaka

Hér má horfa á upptökur af frábæru nemendasýningunni okkar FANTASÍUHEIMAR. En hún var sýnd dagana 28.-29.mars síðastliðinn. Tóku allir nemendur JSB þátt í sýningunni, danshópum var skipt niður á fjórar sýningar. Elstu nemendur fá að taka þátt á öllum sýningum.

SÝNINGARNAR 28.MARS

SÝNINGIN KL.17:00 https://vimeo.com/694935309/00254359e7

SÝNINGIN KL.19:00 https://vimeo.com/694919868/c005f2e26a

SÝNINGARNAR 29.MARS

SÝNINGIN KL. 17:00 https://vimeo.com/694911380/963519d777

SÝNINGIN KL. 19:00 https://vimeo.com/694903491/108be4b39b

Árshátíð 13-15 ára

Árshátíð 13-15 ára dansnema JSB verðu haldin á sumardaginn fyrsta þann 21.apríl. Allar nánari upplýsingar og skráning er inná Sportabler.

Ef þú ert ekki með aðgang á Sportabler vinsamlegast hafðu samband á netfangið helgahlin@jsb.is

Inntökupróf á framhaldsskólastig listdansbrautar JSB

Inntökupróf á framhaldskólastig listdansbrautar verður haldið þriðjudaginn 26.apríl kl.18:30.

Inntökuprófið er fyrir alla þá sem hefja nám í menntaskóla haustið 2022 og vilja taka stúdentspróf í listdansi eða hafa listdansinn part af sínu námi.

Við Menntaskólann í Hamrahlíð er kennd listdansbraut og er þá verklegi hlutinn 91 F-eining af stúdentsprófinu. Hér má lesa nánar um brautina.

Nánar má kynna sér dansnám á listdansbraut JSB HÉR.

Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið dans@jsb.is-það sem þarf að koma fram er:

 • Fullt nafn
 • Val á framhaldsskóla/menntaskóla
 • fyrri dansreynsla

Inntökupróf á grunnstig JSB

Inntökupróf á grunnstig JSB verður haldið laugardaginn 30.apríl.

Mikil aðsókn hefur verið á grunnstigið hjá okkur og oft eru plássin af skornum skammti. En að þessu sinni ætlum við að bjóða árgöngum 2008-2012 að þreyta inntökupróf 🙂

 • 2008-2010 mæta kl.15:30
 • 2011-2012 mæta kl.17:00

Umsækjendur eru beðnir um að mæta í viðeigandi dansfatnaði. Aðsniðnum bol og buxum og jazzskóm. Nemendur eru prufaðir í jazztækni og jazzdansi í þessum hluta. Æskilegt er að nemendur hafi að minnsta kosti 1-2 ára dansreynslu að baki.

Áhugasamir eru beðnir að senda inn umsókn á dans@jsb.is, það sem þarf að koma fram er:

 • Fullt nafn nemenda
 • Aldur (kennitala)
 • fyrri dansreynsla og dansskóli
 • Fullt nafn forráðamanns
 • Sími og netfang forráðamanns

Nemendasýning JSB

Nemendasýning JSB er dagana 28. og 29.mars á stóra sviði Borgarleikhússins.

Sýningin í ár ber yfirskriftina FANTASÍUHEIMAR, þar leiða nemendur áhorfendur inní allskyns heima og má þar nefna sykurpúðaheim, leikfangaheim og myrkraheim.

Æfingar fyrir sýninguna hafa staðið yfir frá því í janúar og eru allir bæði nemendur og kennarar mjög spenntir.

Hér er hægt að nálgast miða.

Páskafrí 11.-18.apríl

Páskafrí er hjá jazzballetthópum og grunnstiginu dagana 11.-18.apríl. Nemendur á listdansbraut JSB eru í páskafríi 14.-18.apríl.

Við óskum ykkur gleðilegra páska og hlökkum til að sjá ykkur að loknu fríi.