Posts by: Þórdís Schram

🎃Hrekkjavökuvika JSB 🎃

Dagana eftir vetrarfrí 26-31.okt verða hræðilegir hrekkjavökudagar í JSB. 👻

Kenndir verða svakalegir hrekkjavökudansar, farið í leiki og skemmt sér hræðilega í aðdraganda hrekkjavökunnar.

Nánari upplýsingar fá nemendur frá kennurum sínum.

Hrekkjavökukveðja JSB

Unglist 6.nóv

Danslistarskóli JSB hefur tekið þátt í danskvöldi Unglsitar undanfarin ár og er þetta ár engin undantekning.

Í ár eru það 7 nemendur af framhaldsstigi listdanbrautar sem sýna verk eftir Auði Huld Gunnarsdóttur, en hún er jafnframt kennari við skólann.

Sýningin í ár er á stóra sviði Borgarleikhússins þann 6.nóv. Frítt er inn svo endilega fylgjist vel með þegar miðapöntun fer af stað.

Mikil stemmning er á danskvöldi Unglistar en þar koma fram flestir dansskólar Reykjavíkur.

Dance World Cup

Undankeppni Dance World Cup verður haldin í mars á næsta ári. Danslistarskóli JSB stefnir á þáttöku og skoðar nú áhuga JSB nemenda á að vera partur af keppnisliði JSB. Þau atriði sem komast í gegnum undankeppni og fá 70 stig eða meira fá keppnisrétt í aðalkeppni Dance World Cup sem haldin verður á Spáni í júní á næsta ári. Nánar er hægt að kynna sér aðalkeppnina hér

Æfingar keppnisliðs JSB munu fram á sunnudögum og er gert ráð fyrir að æfingtímabilið sé frá nóv-mars(frí í desember). Umsækjendur verða að skuldbinda sig á allar æfingar sem settar eru fyrir.

Stefnt er á að hafa 1-3 stór hópatriði í junior(13 ára +) og senior(17 ára +). Dansstílar væru annaðhvort Jazz eða nútímadans. Hér er hægt að skoða síðu keppnisliðsins frá fyrri árum

Einnig er möguleiki á að sækja um vera með dúett, tríó eða sóló í children(10 ára +), junior(13 ára +) og senior(17 ára +). En einstaklingar sem sækja um það verða að hafa einstaklega góða sviðsframkoma og minnsta kosti 3 ára dansnám að baki.

Undirbúningur fyrir svona keppni krefst gífurlegrar skipulagningar.. því viljum við biðja áhugasama nemendur sem vilja taka þátt og geta skuldbundið sig að æfa á sunnudögum fram að keppni að senda okkur umsókn í tölvuppósti á netfangið dans@jsb.is

Umsóknarfrestur er til 29.okt.

Taka þarf fram eftirfarandi í umsókninni: Nafn, aldur, í hvaða hóp viðkomandi æfir, hvað hann bíður sig fram í (hóp, trío, dúett, sóló) Þegar umsóknarferlinu er lokið mun fara fram skipting í hópa, æfingaplan sett niður og danshöfundar settir á hópa og einstaklinga. Því næst verður æfingagjald sett fram, fer eftir hversu mörgum atriðum hver dansari er í, fjölda þáttakenda osfrv.

Þetta verður STUÐ !! Áfram JSB

Sleepover 9.0kt

JSB SLEEPOVER 9.okt

NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞESSU !!!
Gistinótt B-hópa (2006-2009)

Pizzapartý, nammigleði, og JSB LEIKARNIR !!!!!!
Endalaus gleði og skemmtun að hætti JSB.
Nemendur koma með dýnu og svefnpoka.

Mæting kl.19:00 laugardaginn 9.okt
Heimferð kl.10:00 sunnudaginn 10.okt

Skráning og greiðsla fer fram á Sportabler undir viðburðir.
Skráningarfrestur er til 1.okt
Verð 3.500kr.

-fyrir nánari upplýsingar thordis@jsb.is-

Örfá pláss laus

Nú fer kennslan hjá jazzhópum að hefjast, en fyrsti kennsludagur er 6.september. Fullt er í flesta hópa en við eigum örfá pláss laus í eftirtalda hópa.

  • B2 (2006-2008) ÖRFÁ PLÁSS LAUS
  • B3(2007-2009) ÖRFÁ PLÁSS LAUS

Skráning og greiðsla fer fram inná Sportabler

FORSKÓLI JSB hefst 13.september, fullt er í alla hópa nema E3 (2017-2019) sem æfir á laugardögum kl.10

Hlökkum til að dansa með ykkur í vetur

Skólabyrjun JSB

Nú hefur skráning gengið vel og uppselt er í flesta flokka í Danslistarskóla JSB. Tekið er við biðlista skráningu í alla flokka.

ATHUGIÐ !! Örfá pláss eru laus í hópi B3 12-14 ára og forskóla hóp E3 3-4 ára. Bein skráning er í þá hópa á Sportabler.

Nú eru kennarar og starfsfólk í óða önn að gera allt tilbúið fyrir dansarana okkar og er mikil spenna í loftinu.

Fyrsti kennsludagur er mánudagurinn 6.september hjá jazzballetthópum og grunnstigi listdanbrautar. Forskóli 3-5 ára hefst svo 13.september.

-Ef einhverjar spurningar vakna um nám í JSB þá hafið samband á netfangið thordis@jsb.is

-Ef ykkur vantar aðstoð við skráningarkerfið Sportabler þá hafið samband á netfangið helgahlin@jsb.is

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll.

Skráning nýnema 2021/2022

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu nýnema fyrir skólaárið 2021-2022.

HLÖKKUM TIL AÐ DANSA MEÐ YKKUR Í VETUR 🙂

Til að skrá nýnema í JSB : Ferð inná JSB SHOP, velur réttan aldur og “skrá á biðlista”. Fyllir svo út allar upplýsingar um nemanda og forráðamann. Við mælum eindregið með að fá sér Sportabler appið í símann, bæði foreldrar og þeir nemendur sem hafa aldur til. En allar upplýsingar og samskipti munu fram í gegnum Sportabler appið næsta vetur.

Í ágúst fá svo allir skráðir nemendur upplýsingapóst um hóp og æfingatíma.

Kennsla hefst þann 6.september hjá jazzballetthópum en 13.september hjá Forskóla hópum.

Nánar má lesa um dansnám í JSB HÉR