Posts by: Þórdís Schram

Jazzballett fyrir 6-17 ára

Hópar fyrir skólaárið 2024/2025

  • B1 (2008-2010) mán og mið kl.18:45 UPPSELT (biðlisti)
  • C1 (2011-2012) mán og mið kl.18:30 UPPSELT (biðlisti)
  • D1 (2013) þri og fim kl.16:00 UPPSELT (biðlisti)
  • D2 (2014) mán og mið kl.15:20 UPPSELT (biðlisti)
  • E1 (2015-2016) þri og fim kl.17:30 UPPSELT (biðlisti)
  • NÝTT E2 (2015-2016) mán og mið kl.17:30 ÖRFÁ PLÁSS LAUS
  • F1 (2017-2018) mán og mið kl.16:15 UPPSELT (biðlisti)
  • NÝTT F2 (2017-2018) þri kl.16:30 og lau kl.13:30

Skráning í fullum gangi HÉR

KENNSLA HEFST 11.SEPTEMBER

Forskóli 3-5 ára

Forskóla hópar fyrir skólaárið 2024/2025

  • G1 (2019) miðvikudaga kl.17:15 UPPSELT (biðlisti)
  • G2 (2020) laugardaga kl.10:15 UPPSELT (biðlisti)
  • NÝTT G3 (2019-2020) laugardag kl.11:15
  • H1 (2021) laugardaga kl.9:15 UPPSELT (biðlisti)

Skráning í fullum gangi HÉR

Kennarar í forskóla eru Ingibjörg Viktoría, Karen Eik og Kristín Hanna ásamt aðstoðarkennurum.

Upphaf haustannar ’24

Nú eru allir að koma tilbaka eftir sumarfrí og eru kennarar og starfsfólk JSB í óða önn að undirbúa komandi dansvetur.

Allir skráðir nemendur ættu að fá upplýsingar um sinn hóp á allra næstu dögum í gegnum Abler appið.

  • Ef spurningar vakna um skráningar í gegnum Abler þá má senda póst á helgahlin@jsb.is
  • Öllum spurningum um námið hjá JSB svarar Þórdís á netfanginu thordis@jsb.is

Kennsla hefst á eftirfarandi dögum:

  • Framhaldsstig listdansbrautar- 22.ágúst, skólasetning 21.ágúst
  • Grunnstig listdansbrautar- 4.sept
  • Jazzballettnám- 11.sept

Skráning nýnema í fullum gangi á Abler

Sumarnámskeið JSB 2024

Danslistarskóli JSB býður uppá stutt sumarnámskeið fyrir dansþyrsta krakka. Sumarnámskeiðin eru tilvalin fyrir alla þá sem vilja kynna sér hvað JSB hefur uppá að bjóða og fyrir núverandi nemendur sem hafa bara ekki fengið nóg, og vilja ólmir halda áfram að dansa inní sumarið.

Kennarar á sumarnámskeiðunum eru: Rut Rebekka, Kristín Hanna og Tinna Sóley

SKRÁNING ER HAFIN

SKRÁNING HÉR

Dansnámskeið dagana 27.maí – 5.júní 12.500kr (4 kennslustundir)

Útskriftarsýning 3.árs nema

Útskrift af Listdansbraut JSB 2024

Útskriftarárgangur JSB 2024 mun sýna verkið Mara eftir Kötu Ingva á Nýja sviði Borgarleikhússins þann 20. maí kl. 18:00.

Verkið var samið fyrir útskriftarnemana á þessari önn.Einnig verða sýnd verk eftir útskriftarnemana sjálfa.

Verkin voru unnin í danssmíði í vetur undir leiðsögn Rósu Rúnar Aðalsteinsdóttur.Sýningin er um klukkustund með hléi.Að lokinni sýningu verður útskriftarathöfn.

FRÍTT INN
ALLIR VELKOMNIR

Hlökkum til að sjá ykkur,
Útskriftarárgangur JSB 2024, kennarar og stjórnendur Danslistarskóla JSB

Útskriftarnemar 2024:
Anna Kolbrún Ísaksdóttir
Ásta Björk Ágústsdóttir
Inga Sif Bjarnadóttir
Karen Emma Þórisdóttir
Karó Elísa Adrichem
Linda Björg Gunnarsdóttir
Vega Magdalena Lövdahl
Weronika María Zyrek
Þórunn Birna Benediktsdóttir

Nemendasýning 2024

💫 Í FYRSTU VAR EKKERT 💫

Nemendur og kennarar Danslistarskóla JSB setja á svið frumsamda sýningu byggða á sögum og kenningum um upphaf alls lífs.“Í FYRSTU VAR EKKERT” fer með áhorfandann í ferðalag alla leið aftur til upphafsins, leiðir okkur í gegnum forna tíma og áfram til dagsins í dag. Að lokum veltum við því fyrir okkur hvað framtíðin mun bera í skauti sér…

**Nemendasýningar JSB 2024 fara fram í Borgarleikhúsinu dagana 22. og 23. apríl.Miðasala hefst þriðjudaginn 9. apríl kl. 12:00 á tix.is og í miðasölu Borgarleikhússins.

Verð: 3600 kr.

Hlökkum til að sjá ykkur! 🤍

Páskafrí

JSB ÓSKAR ÖLLUM GLEÐILEGRA PÁSKA OG HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR ÖLL DANSANDI GLÖÐ ÞANN 2.APRÍL

Skólinn er í páskafríi 25.mars-1.apríl.

Örfái hópar eru með aukaæfingar í pásKafríinu, allar upplýsingar koma inná Sportabler.

Listdansbraut JSB er í frí 28.mars-1.apríl