Nemendasýning 2024

💫 Í FYRSTU VAR EKKERT 💫

Nemendur og kennarar Danslistarskóla JSB setja á svið frumsamda sýningu byggða á sögum og kenningum um upphaf alls lífs.“Í FYRSTU VAR EKKERT” fer með áhorfandann í ferðalag alla leið aftur til upphafsins, leiðir okkur í gegnum forna tíma og áfram til dagsins í dag. Að lokum veltum við því fyrir okkur hvað framtíðin mun bera í skauti sér…

**Nemendasýningar JSB 2024 fara fram í Borgarleikhúsinu dagana 22. og 23. apríl.Miðasala hefst þriðjudaginn 9. apríl kl. 12:00 á tix.is og í miðasölu Borgarleikhússins.

Verð: 3600 kr.

Hlökkum til að sjá ykkur! 🤍