-MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR-

Á döfinni-Vor 2021. Allar helstu upplýsingar fyrir önnin má nálgast hér

Opnað hefur verið fyrir skráningu NÝNEMA fyrir vor 2021 inná jsb.felog.is Vorönn hefst þann 1.febrúar, þar sem haustönn lengist vegna COVID lokunar til 31.janúar. Allir skráðir nemendur á haustönn 2020 eru sjálfkrafa skráðir áfram á vorönn 2021. Ef einhver hyggst hætta þarf sá hinn sami að láta vita ekki seinna en 10.janúar á netfangið thordis@jsb.is.

KENNSLA HEFST SKV.STUNDASKRÁ MIÐVIKUDAGINN 18.NÓV. Danslistarskóli JSB framlengir haustönn til 31.janúar sjá nánar hér

ÖLL KENNSLA JSB FELLUR NIÐUR TIL 19.OKTÓBER !!

Samkvæmt nýjum og hertum sóttvarnarreglum er íþrótta- og tómstundastarf barna leyfilegt fyrir nemendur sem fæddir eru 2005 og siðar. Kennsla helst því óbreytt hjá öllum hópum sem eru 15 ára og yngri. Engin kennsla verður hjá nemendum á framhaldsskólaaldri þessa vikuna en vonast er til að hægt verði að hefja kennslu fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri eftir helgina.

Minnum á sóttvarnarreglur JSB, við erum öll Almannavarnir!

Sóttvarnarreglur hjá JSB vegna Covid, örlítið hertar

 • Vegna Covid er ekki hægt að leyfa foreldrum eða öðrum að bíða á göngum skólans meðan nemendur eru í tíma.
 • Hjálpumst að við að halda húsakynnum skólans öruggum svo að skólastarf geti verið með sem eðlilegustum hætti. 
 • Grímuskylda er hjá fullorðnum einstaklingum/kennurum í húsakynnum JSB.
 • Nemendur eru hvattir til að mæta tilbúnir í æfingafötum á æfingu og fara í sturtu heima eftir æfingar.
 • Munum handþvottinn fyrir og eftir tíma og sprittum hendur. 
 • Virðum fjarlægðartakmarkanir í tímum eins og kostur er. 
 • Mikilvægt! Ef nemendur finna fyrir flensueinkennum eiga þeir að halda sér heima.
 • Öryggi nemenda er í forgrunni hjá JSB. Húsakynni eru þrifin daglega og sótthreinsun á snertiflötum fer fram reglulega yfir daginn.

JAZZBALLETTNÁM JSB

Forskóli 3 – 5 ára

Skemmtilegt og þroskandi dansnám fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni nemenda er virkjuð í gegnum dans og leiki. Kennt er 1x í viku í 40 mín. í senn

Jazzballettnám

Kennslufyrirkomulag

Skólaárinu er skipt í haustönn og vorönn. Tímabilið miðast við skiptingu anna í grunn- og framhaldsskólum. Kennsla fer fram síðdegis, á kvöldin og um helgar, þ.e. eftir hefðbundinn skólatíma.

Niðurröðun í hópa

Nemendum er skipt í hópa eftir aldri, getu og námstíma við skólann. Nemendur eru teknir inn frá 6 ára aldri.

D hópar: Nemendur á aldrinum 6-9 ára


C hópar: Nemendur á aldrinum 10-12 ára

B hópar: Nemendur á aldrinum 13-15 ára

A hópar: Nemendur 16 ára og eldri

Fullsetinn hópur miðast við 15 nemendur í aldurshópi 3-5 ára, 20 nemendur í 6-9 ára og 24 í hópum 10 ára og eldri.

Jazzballettnám er fyrir alla

Danslistarskóli JSB sérhæfir sig í jazzballett. Jazzballettnám er vinsælt og fjölbreytt dansnám sem hefur þróast á yfir 50 ára starfsferli skólans. Jazzballettnám er tómstundamiðað og við allra hæfi. Kennt er í 2-3 kennslustundir á viku, 60 – 75 mínútur í senn. Megináhersla er lögð á jazzdans, alhliða líkamsþjálfun og danstækni, bæði jazz- og klassíska danstækni.

Námslýsing

Nemendur, jafnt stelpur sem strákar, eru teknir inn í skólann frá 6 ára aldri. Engin sérstök inntökuskilyrði eru í jazzballettnámið. Námið miðast við grunn- og framhaldsskólastig. Kennslustundir eru 2x í viku 60 mínútur í senn. Kennsluefni miðast við aldur og þroska nemenda. Framhaldsnemendur geta bætt við sig valtímum í klassískum ballet og/eða nútímadansi. Æfingar eru þá 3-4x í viku, 2 x 60 mínútur í jazzballett og 1-2 x 75 mínútur í klassískum ballett eða nútímadansi. 


Dansþjálfunin

Eftirfarandi þættir liggja til grundvallar dansþjálfuninni:

 • Samhæfing líkamshreyfinga

 • Jazz- og nútímadanstækni (blönduð tækni)
 • Klassískur ballett (grunnþjálfun -Vaganova kerfi)
 • Styrktar-og liðleikaþjálfun
 • Mismunandi jazzdansstílar

 • Dansspuni og leikræn tjáning
 • Tónskynjun og túlkun hreyfinga við tónlist

 • Dansverkefni byggð á ofangreindum þáttum
 • Nemendur taka þátt í sýningum á vegum Nemendaleikhúss JSB

Markmið kennslu og hæfniviðmið

Í jazzballettnámi er lögð áhersla á dansgleði. Nemendur eru hvattir til dáða og örvaðir til framfara. Nemendur stunda námið á eigin forsendum, sér til ánægju. Árangursmarkmið eru einstaklingsbundin, miðuð við aldur og þroska nemandans. Það er ákveðinn stígandi og uppbygging í náminu, skipt er í námshópa eftir aldri og getu. Engin próf eru í jazzballettnáminu en kennarar skólans vinna markvisst að því að nemendur nái eftirfarandi hæfniviðmiðum.

Hæfniviðmið fyrir jazzballettnám

Nemandi getur:


 • beitt líkama sínum af öryggi í dansi og hreyfingu, sjálfum sér til ánægju
 • notað þekkingu sína og tæknilega færni í jazzdansi
 • beitt sér rétt útfrá líkams- og danstækniæfingum og stuðlað þannig að eigin hreysti og velferð
 • tjáð og túlkað tilfinningar í gegnum dans og leikrænan tjáningu
 • samhæft mismunandi tónlist, hreyfingar og dansstíl
 • dansað í hóp eftir fyrirskipuðu mynstri og formi
 • skynjað umhverfi sitt og rými í hreyfingu
 • dansað á leiksviði og tekið virkan þátt í samstarfi og undirbúingsvinnu vegna sýningar

Sýningar og viðburðir

Hluti af skipulagi námsins er uppsetning danssýninga og þátttaka í fjölbreyttum listviðburðum. Í lok hverrar annar eru haldnar formlegar og óformlegar sýningar þar sem nemendur fá þjálfun í miðlun og sviðsframkomu. Haldnar eru veglegar útskriftarsýningar ár hvert þar sem nemendur takast á við krefjandi uppsetningu á lokaverkefnum sínum í danssmíðum. Útskriftarsýningar fara fram í leikhúsi. Opið hús er einnig fastur liður í desember þar sem nemendur bjóða vinum, vandamönnum og öðrum áhugasömum í heimsókn í kennslustund. Veitt er innsýn í dansnámið og verkefni nemenda á opnu húsi. Á skólaárinu taka nemendur þátt listahátíðum fyrir börn og unglinga s.s. í Unglist (16-25 ára), Barnamenningarhátíð og öðrum tilfallandi viðburðum. Allir nemendur taka þátt í viðamikilli nemendasýningu í Borgarleikhúsinu á hverju vori undir formerkjum Nemendaleikhúss JSB. Í gegnum undirbúningsvinnu sýningar og viðburðatengd verkefni fá nemendur ómetanlega þjáflun í sviðsframkomu, tjáningu, samstarfi og félagslegri færni svo fátt eitt sé nefnt.

Nánar um dansnám við Danslistarskóla JSB má lesa í skólanámsskrá skólans, sjá hér