Category: Uncategorized

Dans fyrir þau allra yngstu.

Fyrstu Sporin eru 10 vikna dansnámskeið fyrir þau allra yngstu. Frábært fyrir þau börn sem hafa ekki aldur til að byrja í forskólanum eða fyrir þau sem vilja prófa dans áður en þau eru skráð í skólann.

Öll börn sem eru skráð á vorönn ganga fyrir í skráningu á haustönn.

10 vikur 25.janúar-29.mars. Verð 36.860kr.

Nýnemaskráning fyrir vorönn 2025

Athugið að biðlistar eru í alla hópa. Aðeins er selt í laus pláss í hverjum aldursflokki fyrir sig. 

Tekið verður inn af biðlista í þeirri röð sem skráningar berast.

Biðlistaskráning er opin frá 20. nóvember 2024 – 5. janúar 2025.

Jazzballettnám – vorönn 2025: 

2x 60 mín á viku = 87.725 kr. 

Nemendur fæddir 2006-2018

Forskólanám – vorönn 2025: 

1x 45 mín á viku = 45.980 kr. 

Nemendur fæddir 2019-2021

Jazzballettnám fyrir fatlaða – vorönn 2025: 

1x 60 mín á viku = 45.980 kr. 

Nemendur fæddir fyrir 2018

Fyrsti kennsludagur á vorönn er miðvikudagurinn 8. janúar. 

Vinsamlegast hafið samband við Þórdísi (thordis@jsb.is) eða Helgu Hlín (helgahlin@jsb.is) ef einhverjar spurningar vakna. 

Hrekkjavökuball

HREKKJAVÖKUBALL

Hópar: 3.-4. stig, C1, D1 & D2

Föstudaginn 1. nóvember kl. 19:00-20:30 verður HREKKJAVÖKUBALL fyrir alla 10-12 ára nemendur JSB. 

Skráning er hafin á Sportabler! 

Verð: 750 kr. 

Nemendur fá nammi og drykki á staðnum. 

Veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn! 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kennarar JSB

Workshop vika JSB

Dagana 26-30.október fær Listdansbraut JSB til sín 2 gestakennara frá IAB (institute of arts Barcelona) sem er dansskóli á háskólastigi. Það eru þau Albert Carrel og Sara Colomino. Þau eru bæði fastráðnir kennarar við IAB. Hér má kynna sér skólann betur

Föstudaginn 1.nóv kemur Sunneva Líf til okkar frá Ballettakademien Stockholm, hún mun halda kynningu um skólann. Sunneva er fyrrum nemandi JSB sem stundar nú framhaldsnám í dansi. Hér má kynna sér skólann betur.

Bjóðum við þau hjartanlega velkomin og hlökkum til að vinna með þeim.

Jazzballett fyrir 6-17 ára

Hópar fyrir skólaárið 2024/2025

  • B1 (2008-2010) mán og mið kl.18:45 UPPSELT (biðlisti)
  • C1 (2011-2012) mán og mið kl.18:30 UPPSELT (biðlisti)
  • D1 (2013) þri og fim kl.16:00 UPPSELT (biðlisti)
  • D2 (2014) mán og mið kl.15:20 UPPSELT (biðlisti)
  • E1 (2015-2016) þri og fim kl.17:30 UPPSELT (biðlisti)
  • NÝTT E2 (2015-2016) mán og mið kl.17:30 ÖRFÁ PLÁSS LAUS
  • F1 (2017-2018) mán og mið kl.16:15 UPPSELT (biðlisti)
  • NÝTT F2 (2017-2018) þri kl.16:30 og lau kl.13:30

Skráning í fullum gangi HÉR

KENNSLA HEFST 11.SEPTEMBER

Forskóli 3-5 ára

Forskóla hópar fyrir skólaárið 2024/2025

  • G1 (2019) miðvikudaga kl.17:15 UPPSELT (biðlisti)
  • G2 (2020) laugardaga kl.10:15 UPPSELT (biðlisti)
  • NÝTT G3 (2019-2020) laugardag kl.11:15
  • H1 (2021) laugardaga kl.9:15 UPPSELT (biðlisti)

Skráning í fullum gangi HÉR

Kennarar í forskóla eru Ingibjörg Viktoría, Karen Eik og Kristín Hanna ásamt aðstoðarkennurum.