Kennarar & Starfsfólk

Ástrós Guðjónsdóttir

Ástrós hóf nám sitt hjá Danslistarskóla JSB 6 ára gömul og útskrifaðist þaðan árið 2015 af listdansbraut JSB eftir 13 ára nám.

Á meðan að námi hennar stóð í JSB tók Ástrós þátt í fjölbreyttum dansverkefnum en það stærsta var að starfa sem dansari í Þjóðleikhúsinu í söngleiknum ,,Ævintýri í Latabæ”. Að loknu námi hennar í JSB lá leið hennar upp í Listaháskóla Íslands en þaðan útskrifaðist hún árið 2019 með BA gráðu í sviðslistum af samtímadansbraut. Árið 2018 fór Ástrós í skiptinám til Danmerkur í Den Danske Scenekunstskolen sem partur af námi hennar við Listaháskóla Íslands. Seinustu ár hefur Ástrós unnið að margvíslegum verkefnum á borð við að vera dansari og danshöfundur hljómsveitarinnar Hatari en þau tóku þátt í Eurovision árið 2019. Árið 2019 sá hún einnig um dans-og sviðshreyfingar í söngleiknum RENT fyrir Leikfélag Herranætur með leikstjóranum Guðmundi Felixssyni.

Ástrós finnst frábært að vinna með ungmennum og hefur meðal annars unnið sem leiðtogi og danskennari í sumarbúðum í Bandaríkjunum í tvö sumur. Hún hefur starfað sem kennari hjá Danslistarskóla JSB síðan árið 2015.

Colleague Trainers