Month: desember 2020

Opnað hefur verið fyrir skráningu NÝNEMA fyrir vor 2021.

Opnað hefur verið fyrir skráningu nýnema fyrir vor 2021 inná jsb.felog.is Vorönn hefst þann 1.febrúar, þar sem haustönn lengist vegna COVID lokunar til 31.janúar.

Allir skráðir nemendur á haustönn 2020 eru sjálfkrafa skráðir áfram á vorönn 2021. Ef einhver hyggst hætta þarf sá hinn sami að láta vita ekki seinna en 10.janúar á netfangið thordis@jsb.is.

JSB í jólaskapi 🎅🏻

Til nemenda og forráðamanna.

Nú styttist í jólin og vika eftir af kennslu þetta árið en síðasti kennsludagur hjá JSB fyrir jól er þriðjudagurinn 22.desember. Við hitum upp fyrir hátíðirnar með dansi og gleði í hjarta en til að toppa stemninguna mega nemendur mæta í einhverju jólalegu í síðustu danstímana sína, t.d. með jólasveinahúfu eða í einhverju rauðu eða grænu 🎅🎄💃Sjáumst í jólaskapi 🙂Kær kveðja frá kennurum,

Gríma ekki skylda hjá 15ára og yngri.

Samkvæmt nýju sóttvarnarreglunum er búið að afnema grímuskyldu hjá nemendum 15.ára og yngri. Við sleppum því grímunni hjá nemendur frá 5.- 10.bekk frá og með deginum í dag 10.des en minnum á handþvottinn og spritt fyrir og eftir tíma, spritt er við alla sali, muna að spritta hendur áður en farið er inn í danssal og líka þegar farið er.
Danskennslan hefur gengið glimmrandi vel eftir að allt fór af stað aftur, vonum innilega að svo verði áfram. Minnum jafnframt á að foreldrum er ekki heimilt að vera á göngum eða bíða eftir nemendum í húsakynnum JSB þegar sótt er. Er það vegna fjöldatakmarkana og af sóttvarnarástæðum.