Skólareglur JSB

Skólinn leggur áherslu á að nemendur haldi í heiðri eftirfarandi reglur:

  • Allir skulu vera stundvísir, tilkynna þarf seinkun til kennara.
  • Tilkynna ber forföll á Sportabler, hægt er að merkja við „mæti ekki“ og skrifað skýringu í athugasemd. Ef um langvarandi fjarveru er að ræða er best að hafa samband á thordis@jsb.is
  • Bera skal virðingu fyrir samnemendum og kennurum. Komdu fram við aðra líkt og þú vilt að sé komið fram við þig.
  • Ekki má neita matar inní danssal.
  • Farsímar ekki leyfðir inní búningsherbergjum.
  • Vel skal gengið um húsakynni og hafa alla framkomu til fyrirmyndar .
  • Taka skal verðmæti með sér inn í tíma. Allir sem koma með verðmæti í skólann, gera það á eigin ábyrgð . 

Klæðnaður nemenda í danstímum.

—Skólabúningur JSB er til sölu í afgreiðslunni—

  • Jazzballett
  • aðsniðin bolur og buxur –
  • jazzballettskór –
  • hár greitt snyrtilega frá andliti

  • Ballett
  • ballettbolur –
  • bleikar sokkabuxur –
  • ballettskór –
  • hár greitt í snúð

  • Nútímadans
  • aðsniðin bolur(gott að vera líka með síðerma bol) og buxur
  • -dansað er berfættur í tágrifflum eða á sokkunum. –
  • hár greitt snyrtilega frá andliti