Skólareglur JSB

Skólinn leggur áherslu á að nemendur haldi í heiðri eftirfarandi reglur:


•Allir skulu vera stundvísir, ávallt skal mæta á réttum tíma .
• Tilkynna ber forföll til skólaskrifstofu, eða beint til umsjónarkennara .
• Mjög áríðandi er að vera í réttum æfingafötum til þess að sem bestur árangur náist . Hafa skal samráð við kennara um hvers konar fatnaður sé hentugur .

• Hár skal vera tekið frá andliti og bundið upp ef sítt er .
• Ekki má vera með tyggigúmí í tíma .
• Slökkva skal á farsímum .
• Vel skal gengið um húsakynni og hafa alla framkomu til fyrirmyndar .
• Taka skal verðmæti með sér inn í tíma . Allir sem koma með verðmæti í skólann, gera það á eigin ábyrgð .