Month: ágúst 2021

Örfá pláss laus

Nú fer kennslan hjá jazzhópum að hefjast, en fyrsti kennsludagur er 6.september. Fullt er í flesta hópa en við eigum örfá pláss laus í eftirtalda hópa.

  • B2 (2006-2008) ÖRFÁ PLÁSS LAUS
  • B3(2007-2009) ÖRFÁ PLÁSS LAUS

Skráning og greiðsla fer fram inná Sportabler

FORSKÓLI JSB hefst 13.september, fullt er í alla hópa nema E3 (2017-2019) sem æfir á laugardögum kl.10

Hlökkum til að dansa með ykkur í vetur

Skólabyrjun JSB

Nú hefur skráning gengið vel og uppselt er í flesta flokka í Danslistarskóla JSB. Tekið er við biðlista skráningu í alla flokka.

ATHUGIÐ !! Örfá pláss eru laus í hópi B3 12-14 ára og forskóla hóp E3 3-4 ára. Bein skráning er í þá hópa á Sportabler.

Nú eru kennarar og starfsfólk í óða önn að gera allt tilbúið fyrir dansarana okkar og er mikil spenna í loftinu.

Fyrsti kennsludagur er mánudagurinn 6.september hjá jazzballetthópum og grunnstigi listdanbrautar. Forskóli 3-5 ára hefst svo 13.september.

-Ef einhverjar spurningar vakna um nám í JSB þá hafið samband á netfangið thordis@jsb.is

-Ef ykkur vantar aðstoð við skráningarkerfið Sportabler þá hafið samband á netfangið helgahlin@jsb.is

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll.

Forskóli JSB

Forskóli 3 – 5 ára

Skemmtilegt og þroskandi dansnám fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni nemenda er virkjuð í gegnum dans og leiki. Kennt er 1x í viku í 45 mín. í senn, bæði virkum dögum sem og um helgar.

SKRÁNING HÉR

Nánar má lesa um nám í Danslistarskóla JSB hér

STUNDASKRÁ VERÐUR BIRT ÞANN 16.ÁGÚST.

Allt að fara í gang 😀

Nú stendur yfir flokkun núverandi nemenda og skráning nýnema í skólann. Mikil spenna er fyrir komandi vetri og allir kennarar í startholunum.

-Skráning er hér

Stundatafla verður birt þann 16.ágúst

  • Kennnsla á framhaldsstigi listdansbrautar hefst 23.ágúst
  • Kennsla á grunnstigi og jazzballetnámi hefst 6.sept
  • Kennsla forskóla hefst 13.sept

Hlökkum til að sjá ykkur öll í danssalnum.💃