Month: maí 2022

Síðasti kennsludagur JSB

Síðasti kennsludagur hjá JSB er þann 14.maí 🙂 Skemmtileg önn er að baki og hlökkum við mikið til næsta dansveturs með ykkur.

Allir núverandi nemendur hafa forgang í skólann næsta vetur. Send verður út greiðslubeiðni fyrir staðfestingargjaldi inní Sportabler appinu. Ef nemandi hyggst ekki halda áfram dansnámi næsta vetur þá er nóg að merkja við „mæti ekki“. Allir aðrir merkja við „mæti“ og greiða staðfestingargjaldið og eru þá komnir með öruggt pláss í skólanum.

Hópaskipting og upplýsingar um tímasetningu munu berast ykkur í gegnum Sportabler appið í ágúst 🙂

Vonum að þið hafið það glimrandi gott og hlökkum til að sjá ykkur öll í dansandi stuð í haust !!

Kveðja, kennarar og starfsfólk Danslistarskóla JSB.