Month: mars 2024

Páskafrí

JSB ÓSKAR ÖLLUM GLEÐILEGRA PÁSKA OG HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR ÖLL DANSANDI GLÖÐ ÞANN 2.APRÍL

Skólinn er í páskafríi 25.mars-1.apríl.

Örfái hópar eru með aukaæfingar í pásKafríinu, allar upplýsingar koma inná Sportabler.

Listdansbraut JSB er í frí 28.mars-1.apríl

Dansbikarinn

Danbikarinn fór fram síðastliðin föstudag 8.mars. Alls voru 8 atriði skráð til keppni. Og fullt hús af áhorfendum.

Við óskum öllum keppendum og sigurvegurum innilega til hamingju með frábæra frammsistöðu.

Allir keppendur stóðu sig stórkostlega vel og fengu að launum verðlaunapening og viðurkenningarskjal. Stigahæsta atriðið í hverjum flokki fékk farandbikar JSB, sigurvegarar fá nafnið sitt áletrað á bikarinn svo fer hann upp í hillu og er til sýnis þar þangað til að næsti sigurvegari tekur á móti honum. Hlökkum til að endurtaka leikinn á næsta ári.

Sigurvegarar Dansbikarins 2024:

  • Sóló 10-12 ára– Lilja María Guðlaugsdóttir
  • Dúett 10-12 ára– Lillý Guðrún Breiðfjörð og Unnur H. Óskarsdóttir
  • Dúett 13-15 ára– Edil Mari Campos Tulagan og Hildur Gunnarsdóttir

Dansbikarinn er innanhús danskeppni JSB sem 3.árs nemar af listdansbraut JSB sjá um. Keppnin er partur af útskriftaráfanga í uppsetningu á sýningu og sviðsframkomu.