Month: apríl 2022

Páskamessa og dans

Karen Emma Þórisdóttir nemandi á 1.ári listdansbrautar dansaði fyrir hönd JSB í páskamessu hjá Óháða Söfnuðinum.

Pétur prestur í söfnuðinum hefur i þónokkur ár beðið JSB dansara um balletttjáningu snemma á páskadagsmorgun. Það hefur gengið vel og er orðið að hálfgerðri hefð hjá okkur í JSB. Alltaf gaman að dansa fyrir áhorfendur og skemmir fyrir að fá heitt kakó og volgar brauðbollur á eftir.

Fantasíuheimar-upptaka

Hér má horfa á upptökur af frábæru nemendasýningunni okkar FANTASÍUHEIMAR. En hún var sýnd dagana 28.-29.mars síðastliðinn. Tóku allir nemendur JSB þátt í sýningunni, danshópum var skipt niður á fjórar sýningar. Elstu nemendur fá að taka þátt á öllum sýningum.

SÝNINGARNAR 28.MARS

SÝNINGIN KL.17:00 https://vimeo.com/694935309/00254359e7

SÝNINGIN KL.19:00 https://vimeo.com/694919868/c005f2e26a

SÝNINGARNAR 29.MARS

SÝNINGIN KL. 17:00 https://vimeo.com/694911380/963519d777

SÝNINGIN KL. 19:00 https://vimeo.com/694903491/108be4b39b

Árshátíð 13-15 ára

Árshátíð 13-15 ára dansnema JSB verðu haldin á sumardaginn fyrsta þann 21.apríl. Allar nánari upplýsingar og skráning er inná Sportabler.

Ef þú ert ekki með aðgang á Sportabler vinsamlegast hafðu samband á netfangið helgahlin@jsb.is

Páskafrí 11.-18.apríl

Páskafrí er hjá jazzballetthópum og grunnstiginu dagana 11.-18.apríl. Nemendur á listdansbraut JSB eru í páskafríi 14.-18.apríl.

Við óskum ykkur gleðilegra páska og hlökkum til að sjá ykkur að loknu fríi.