Month: febrúar 2023

Nemendasýning JSB 2023

🪐 NÝ VERÖLD 🪐

MIÐASALA HAFIN HÉR

*ATH, foreldrar sem eiga börn á sitthvorum sýningardegi vinsamlegast hafið samband við miðasölu Borgarleikhússins í síma 5688000

Nemendasýningar JSB 2023 verða dagana 8. og 9. maí í Borgarleikhúsinu.

Nemendur dansa og túlka frumsamið vísindaskáldverk úr hugarheimi JSB. Við bjóðum ykkur í ferðalag til fjarlægrar plánetu þar sem ekki er allt sem sýnist. Varðmenn umlykja plánetuna sem sveipar fjólubláum bjarma. Eitthvað hreyfist undir sandinum og svífur undir skýjunum í þessari ókönnuðu veröld.

Taktu dagana frá!

Hér að neðan má sjá hvaða daga hver hópur sýnir.

Hópar sem sýna mánudaginn 8. maí:

A1

B2

C3

D2

D4

E2 kl. 19:00

E4 kl. 17:00

4.-5. stig

Hópar sem sýna þriðjudaginn 9. maí: 

B1

C1

C2

D1

D3

E3 kl. 17:00

E1 kl. 19:00

3.-4. stig

Hópar sem sýna bæði 8. og 9. maí:

3. ár

2. ár

1. ár

7. stig

6. stig

skráning hafin fyrir næsta dansár :)

Inntökupróf á listdansbraut JSB

Inntökupróf á grunnstig og framhaldsstig listdansbrautar fyrir skólaárið 2023/2024 verða haldin 13. og 17.maí.

Framhaldsstig listdansbrautar. Inntökupróf miðvikudaginn 17.maí kl.18:30. Umsækjendur eru beðnir að koma með ballettfatnað og jazz/nútímadans fatnað til skiptanna.

Grunnstig listdanbrautar. Inntökurpróf laugardaginn 13.maí kl.9:30 (árgangar 2010 og 2011) og 10:30 (árgangar 2009 og 2008)

Opnað verður fyrir skráningu á Sportabler 1.apríl. Og fara inntökuprófin fram í húsakynnum JSB í Lágmúla 9.

SKRÁNING HÉR

Öllum fyrirspurnum um námið og inntökuprófið svarar Þórdís á netfanginu thordis@jsb.is

Opið hús hjá A,B og C hópum

10 ára og eldri hópar bjóða vinum og fjölskyldu í innlit í tíma vikuna 27.feb-5.mars.

Stólar verða inní sal fyrir þá sem ætla að horfa á tímann, en annars er öllum velkomið að staldra stutt við eða einfaldlega kíkja inn um gluggann 🙂

Hlökkum til að taka á móti ykkur í húsakynnum JSB að Lágmúla 9.

Nánari upplýsingar koma inná Sportabler.