Rut Rebekka byrjaði að dansa í JSB þegar hún var 7 ára gömul og útskrifaðist af Listdansbraut JSB vorið 2023.
Hún hefur tekið þátt í ýmsum mismunandi verkefnum og lék fyrst í uppfærslu Borgarleikhússins á Billy Elliot og Bláa Hnettinum á árunum 2013-2018. Hún vann sem danshöfundur við uppsetningu Víðistaðaskóla á Litlu Hryllingsbúðinni vorið 2022 og hefur dansað í nokkrum verkefnum fyrir RUV eins og t.d. í Áramótaskaupinu frá 2019-2021. Rut Rebekka starfaði einnig sem swing í uppsetningu á We Will Rock You í Háskólabíó 2019 og sýndi þar eina sýningu. Hún hefur auk þess keppt í ýmsum danskeppnum bæði hérlendis og erlendis og keppti t.d. með sóló fyrir JSB á Dance World Cup árið 2022.
Sumarið 2022 hlaut Rut Rebekka skólastyrk til Broadway Dance Center og stundaði þar stutt nám.
Rut Rebekka stundar nú dansnám við LHÍ.