Dísa hóf nám hjá JSB árið 1986 og lauk dansaraprófi þaðan árið 2000. Hún stundaði einnig nám við Listdansskóla Íslands. Hún hóf kennslu hjá JSB 1998 og kennt við skólann síðan. Hún tók námskeið í „release dance technique“ hjá Jeremy Nelson í London 2002 og var við dansnám hjá ÍD ’02-’03.
Dísa hefur sett upp dansverk á nemendasýningum hjá JSB frá 1999. Hún hefur verið danshöfundur, aðstoðar og listrænn stjórnandi á ýmsum verkum og viðburðum m.a á nemendamóts sýningu Verzlunarskóla Íslands ’05 á Welcome to the jungle, söngvakeppni framhaldsskólana, uppsetningu Þjóðleikhúsins á Óvitunum, uppsetningu Borgarleikhúsins á Galdrakarlinum í Oz, Sögur verðlaunahátíð barna, Söngvakeppni sjónvarpsins.
Dísa hefur dansað í ótal dansverkum, auglýsingum, kvikmyndum og söngleikjum. Hún dansaði í öllum sýningum Dansleikhúsins frá 2002-2005. Dansað á Reykjavík Dance Festival 2002 og á Assemble í Noregi 2001. Hún sýndi verkið Vita á Waldorf Astoria í New York 2003. Var keppandi í Dans Dans Dans sem var sýnt á Rúv. Dansaði í Tina Turner show á Broadway og dansari í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Dísa tekur þátt í „BALL“ í uppsetningu Íslenska dansflokksins dansárið 22/23.
Dísa hefur starfað sem Sjúkraliði á Landspítalanum frá árinu 2014.