Kennarar & Starfsfólk

Sara Atladóttir

Sara hóf dansmám sitt hjá JSB árið 2011, þar áður æfði hún fimleika hjá fimleikadeild Ármanns frá 2007.
Sara útskrifaðist af listdansbraut JSB vorið 2019, og gerði það samhliða stúdentsnáminu sínu við Verzlunarskóla Íslands. Þar eftir flutti hún til Spánar og stundaði nám við danslistarháskólann Institute of the Arts Barcelona í eitt ár.
Sara hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum samhliða dansnáminu sínu hjá JSB. Þar á meðal dansaði hún fyrir hönd skólans á nemendasýningum, Unglist, Color Run og Dance World Cup. Einnig hefur hún tekið þátt sem dansari í upphitunaratriði söngkonunnar Glowie á Ed Sheeran tónleikum hérlendis og í vinnustofunni Reykjavík Dance Project.
Sara hóf að kenna hjá JSB árið 2021 og stundar nú nám við Háskólann í Reykjavík.

Colleague Trainers