Kennarar & Starfsfólk

Sara Lind Guðnadóttir

Sara Lind hóf nám sitt við Danslistaskóla JSB vorið 2015. Þar áður hafði hún stundað samkvæmisdans frá árinu 2005 þar sem hún vann til fjölda verðlauna ásamt því að vera valin í landslið Íslands.
Sara Lind tók þátt í ýmsum viðburðum á vegum skólans en þar á meðal, Unglist, Barnamenningarhátið, Dance World Cup og dansaði einnig fyrir RÚV. Sara Lind útskrifaðist af listdansbraut JSB vorið 2020 og gerði það samhliða stúdentsnáminu sínu við Kvennaskólann í Reykjavík.
Sara Lind hóf störf sem kennari hjá JSB haustið 2020 og stundar nú nám á Alþjóðlega samtímadansbraut við Listaháskóla Íslands.

Colleague Trainers