Ingibjörg Viktoría hóf dansnám sitt 8 ára gömul í JSB þar sem hún æfði jazzballett óslitið þar til hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 2014. Að loknu stúdentsprófi hóf hún nám á framhaldsskólastigi listdansbrautar JSB. Ingibjörg tók þátt í öllum nemendasýningum skólans í Borgarleikhúsinu til ársins 2017 en hún útskrifaðist af listdansbraut JSB í desember sama ár. Samhliða listdansbrautinni lauk hún prófi frá Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og hóf nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Ingibjörg lauk háskólanámi sínu í júní 2021 og starfar nú sem sjúkraþjálfari á Reykjalundi. Hefur starfað sem danskennari frá hausti 2018.