Sara Dís byrjaði að æfa jazzballett í JSB þegar hún var 6 ára gömul og útskrifaðist svo af listdansbraut JSB árið 2015.
Þegar hún var nemandi í JSB tók hún þátt í nemendasýningum, Unglist, fór í keppnisferð til Ítalíu og margt fleira. Sara Dís hefur tekið að sér mörg danstengd verkefni eftir útskrift af listdansbraut JSB og má þar helst nefna þegar hún choreographaði og dansaði fyrir Glowie í upphitunaratriði fyrir Ed Sheeran tónleika.
Árið 2019 keppti hún með sóló á Dance World Cup í Portúgal. Sara Dís hefur kennt jazzballett í JSB síðan haustið 2018.