Karen Eik hefur verið að dansa frá 3 ára aldri.
Hún byrjaði í samkvæmisdansi í Dansskóla Jóns Péturs og Köru og var þar þangað til hún var 10 ára.
Hún hóf dansnám sitt í JSB 7 ára gömul og æfði þar allt þar til hún útskrifaðist af listdansbrautinni árið 2015. Karen hefur tekið þátt í mörgum verkefnum samhliða náminu í JSB. Til að mynda í nemendasýningum, jólasýningum á Broadway, keppnisferð til Ítalíu og Unglist.
Haustið 2017 fluttist hún til Berlínar og hóf nám í Tanzakademie Balance1. Þaðan útskrifaðist hún haustið 2020 og að námi loknu sneri hún aftur heim til Íslands.