Þórdís er Skólastjóri Danslistarskóla JSB og fagstjóri listdansbrautar JSB.
Þórdís útskrifaðist frá JSB árið 2000, þaðan lá leiðin til London Studio Centre sem hún útskrifaðist frá árið 2003. Alla tíð síðan hefur hún kennt hjá JSB samhliða dansverkefnum hér á landi sem og erlendis. Hún hefur tekið þátt í allskyns dans og tónlistarverkefnum, má nefna DANSleikhúsið-sem var virkur dansflokkur á vegum JSB, Reykjavik Dance festival, Jazzfestival, listahátið í Færeyjum og á Íslandi, INTOTO nemendadansflokkur LSC, söngleikurinn Hafið Bláa og tónlistarsýningin Tina Turner. Einnig hefur hún samið dansa fyrir ótal nemendasýningar JSB, fyrir Unglist og menntaskóla sönleiki, og ýmsar uppfærslur úti á landi og í Færeyjum.
Þórdís var meðlimur í Sirkus Íslands til margra ára, og sýndi þar loftfimleika og sinnti almennum sirkusstörfum. Hún hefur sótt mörg sirkus og dansnámskeið erlendis, og m.a tekið þátt í CARE sem er tilraunaverkefni valinna dansara og sirkusmanna um heima allan, var hún þar sem fulltrúi Íslands.
thordis@jsb.is