Ola kemur frá Póllandi en er búsett á Íslandi. Hún hefur dansað frá unga aldri, er menntuð í mörgum dansstílum, contemporary, modern og ballett og útskrifaðist með BA gráðu í dansi í Physical Culture hjá Polish National Dance Theatre.
Hún hefur sérhæft sig í street-dans stílum: hip-hop, popping, house og waacking.
Ola hefur unnið margar danskeppnir, m.a. 1. sæti í waacking og öllum stílum 2vs2 flokki í Street Dance Einvíginu þrjú ár í röð.
Hún dansaði með Daða í Söngvakeppninni og hefur komið fram í nokkrum Áramótaskaupum.
Ola kennir street-dans áfanga á 1.ári listdansbrautar.