Kennarar & Starfsfólk

Lív Smáradóttir

Lív byrjaði að æfa ballett við Listdansskóla Hafnarfjarðar árið 2002. Árið 2012 lá leið hennar í Listdansskóla Íslands á samtímadansbraut samhliða námi við Menntaskólann við Hamrahlíð.
Með menntaskóla kenndi Lív nútímadans og djass við Plié Listdansskóla, bæði börnum og fullorðnum.
Að stúdentsprófi loknu fluttist Lív til Hollands þar sem hún lauk bachelor gráðu í samtímadansi og danssmíði við ArtEZ Hogeschool voor de Kunsten.
Lív hefur meðal annars dansað í verkum eftir Ann van den Broek, Caroline Finn, Noa Shadur, Dario Tortorelli og Marjolein Vogels. Lív hefur einnig unnið sem danshöfundur í residensíu hérlendis og erlendis þar sem hún hefur samið eigin verk og unnið rannsóknarvinnur tengdar sviðslistum.
Lív stundar nú nám við sjúkraþjálfunarfræði í Háskóla Íslands samhliða kennslu við JSB.

Colleague Trainers