Kennarar & Starfsfólk

Auður Huld Gunnarsdóttir

Auður Huld byrjaði hjá Ballettskóla Eddu Scheving þegar hún var 4 ára en fór svo yfir í Listdansskóla Íslands 10 ára gömul og lærði þar í 9 ár. Þaðan fór hún á Listdansbrautina í JSB, til að fá meiri áherslu á nútímadans og jazzballett, en hún útskrifaðist þaðan ári seinna ásamt því að ljúka stúdentsprófi í Versló.
Í framhaldinu af því flutti hún til Spánar til að stunda nám við Institute of the Arts Barcelona þar sem hún útskrifaðist með BA í dansi árið 2020. Seinna um haustið byrjaði hún í Elephant of the Black Box Junior Dance Company en flutti svo til Íslands vorið 2021.
Auður hefur tekið þátt í mörgum sýningum og uppfærslum og einnig dansað í tónlistarmyndböndum og stuttmyndum hérlendis og erlendis. Það sem stendur helst upp úr er þegar hún dansaði í opnunaratriðinu í Netball World Cup í Englandi árið 2019.

Colleague Trainers