Þórunn byrjaði í dansi 4 ára gömul en hóf dansnám sitt í Danslistarskóla JSB þegar hún var 6 ára.
Samhliða dansnáminu í JSB stundar hún nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún útskrifast bæði af framhaldsskólastigi listdansbrautar JSB og úr MH næsta vor, 2024.
Þórunn hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum fyrir hönd skólans, t.d. Unglist, Dance World Cup og ótal mörgum nemendasýningum.