Unglist 6.nóv

Danslistarskóli JSB hefur tekið þátt í danskvöldi Unglsitar undanfarin ár og er þetta ár engin undantekning.

Í ár eru það 7 nemendur af framhaldsstigi listdanbrautar sem sýna verk eftir Auði Huld Gunnarsdóttur, en hún er jafnframt kennari við skólann.

Sýningin í ár er á stóra sviði Borgarleikhússins þann 6.nóv. Frítt er inn svo endilega fylgjist vel með þegar miðapöntun fer af stað.

Mikil stemmning er á danskvöldi Unglistar en þar koma fram flestir dansskólar Reykjavíkur.