Skólabyrjun JSB

Nú hefur skráning gengið vel og uppselt er í flesta flokka í Danslistarskóla JSB. Tekið er við biðlista skráningu í alla flokka.

ATHUGIÐ !! Örfá pláss eru laus í hópi B3 12-14 ára og forskóla hóp E3 3-4 ára. Bein skráning er í þá hópa á Sportabler.

Nú eru kennarar og starfsfólk í óða önn að gera allt tilbúið fyrir dansarana okkar og er mikil spenna í loftinu.

Fyrsti kennsludagur er mánudagurinn 6.september hjá jazzballetthópum og grunnstigi listdanbrautar. Forskóli 3-5 ára hefst svo 13.september.

-Ef einhverjar spurningar vakna um nám í JSB þá hafið samband á netfangið thordis@jsb.is

-Ef ykkur vantar aðstoð við skráningarkerfið Sportabler þá hafið samband á netfangið helgahlin@jsb.is

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll.