Opið Hús

Grunnstigið býður uppá „Opið hús“ vikuna 30.jan-4.feb.

Á opnu húsi gefst aðstandendum og öðrum áhugasömum tækifæri á að líta inní kennslustund hjá nemum á grunnstigi. Hóparnir æfa jazzballett, ballett og nútímadans. Hér má sjá stundatöflu hópana og skilgreiningu á tímunum.

Stólar verða inní sal fyrir þá sem ætla að horfa á tímann, en annars er öllum velkomið að staldra stutt við eða einfaldlega kíkja inn um gluggann 🙂

Hlökkum til að taka á móti ykkur í húsakynnum JSB að Lágmúla 9.