Nemendasýning JSB

Um sýninguna:

Árlega fá nemendur Danslistarskóla JSB tækifæri á að spreyta sig í gegnum dans og leik á Stóra sviði Borgarleikhússins en skólinn leggur ríka áherslu á að nemendur fái að upplifa og skynja töfra leikhússins í gegnum danslistina. Nemendasýningin í ár er frumskapað dansævintýri sem nefnist FÖR Í IÐUR JARÐAR. Innblástur sýningar er sóttur í náttúru Íslands og leyndardóma Snæfellsjökuls.

Sýningar

Mánudaginn 31.maí kl.17 og kl.19

Þriðjudaginn 1.júní kl. 17 og kl.19

Miðaverð: 2900 kr.

-Hægt er að kaupa miða í Sal og á Streymi

Fjöldi miða í áhorfendasal tekur mið af gildandi samkomutakmörkunum. Það lítur út fyrir að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar á næstunni og að næg sæti verði til fyrir áhorfendur í sal. Tryggið ykkur miða tímanlega og hlökkum til!

Athugið! Foreldrar sem eiga systkini í skólanum sem sýna á sitthvorum sýningardegi fá 2 fyrir 1

Ef systkini sýna á sitthvorum nemendasýningardegi þá fá aðstandendur 2 fyrir 1 þ.e. greiða einungis fyrir miða á aðra sýninguna og fá þá jafnmarga frímiða á hina. Vinsamlegast hafið samband við miðasölu Borgarleikhússins ef börn ykkar sýna á sitthvorum sýningardeginum.