Listdansbraut JSB – grunnskólastig
Fornám 6 – 9 ára.
Kennt er samkvæmt jazzballettnámi fyrir byrjendur. Kennslustundir eru 2×60 mínútur á viku. Samkvæmt aðalnámsskrá í listdansi hefst nám á listdansbraut við 9 ára aldur en hjá Danslistarskóla JSB hefst nám á listdansbraut við 10 ára aldur. Boðið er upp á fornám 6-9 ára sem byrjunaráfanga við Danslistarskóla JSB í stað 1. stigs í aðalnámsskrá.
Þessi fyrstu ár eru mikilvægt þroskastig, þau veita nemandanum lengri aðlögun að meira krefjandi listdansnámi. Að fornámi loknu, við 10 ára aldur, ættu nemendur að vera betur undir það búnir að gera upp hug sinn um hvaða stefnu þeir vilji taka í dansnáminu. Nemendur hafa val um að halda áfram í tómstundamiðuðu jazzballettnámi eða að þreyta inntökupróf á listdansbraut sem er sérhæfðara og meira krefjandi dansnám.
Grunnnám listdansbrautar 10-15 ára.
Grunnnámið er kröfuhart listdansnám sem miðast við undirbúning fyrir nútímalistdansbraut á framhaldsskólastigi. Nemendur eru teknir inn frá 10 ára aldri. Inntökuskilyrði er á listdansbrautina og eru inntökupróf haldin á vorin. Nemendur skulu hafa lokið fornámi 6-9 ára hjá JSB eða hafa sambærilega undirstöðu í listdansi. Í inntökuprófi er tekið mið af líkamlegu stöðumati, samhæfingu í hreyfingum, dansgleði og tjáningu, færni og metnaði umsækjenda til að ná frekari framförum í dansi.
Inntökuprófið
Nemendur taka verklegt inntökupróf sem tekur u.þ.b. 75 mínútur. Prófað er í undirstöðuæfingum í klassískum ballett, æfingar eru gerðar við ballettstöng. Einnig er prófað í jazzdansi, danstækni, líkamsstyrk og liðleika. 4-5 manna dómnefnd, skipuð listdanskennurum skólans, leitast við að meta undirstöðukunnáttu og hæfni nemandans á sem breiðustum grundvelli.
Lok grunnnáms
Við lok grunnáms eiga nemendur að hafa öðlast hæfni til að hljóta inngöngu á nútímalistdansbraut við framhaldsskóla. Lokamarkmið eru þau sömu og tilgreind eru í aðalnámsskrá fyrir grunnnám í listdansi og er vísað í aðalnámsskrána vegna nánari útlistunar. Vakin er athygli á að listdansbraut JSB er nútímalistdansbraut. Nemendum sem hyggja á listdansnám í framhaldsskóla á klassískri braut er bent á aðrar námsleiðir þ.e. listdansskóla þar sem klassíski ballettinn er í fyrirrúmi.
Skipan og uppbygging grunnnámsins
Áfangi 1. |
|
| ||
10 og 11 ára | 2.stig | 3.stig | ||
Klassískur ballett | 2×60 min. á viku | 2×75 min. á viku | ||
Styrktarþjálfun |
| 1×30 min. á viku | ||
Jazzdans/sköpun og leikræn tjáning | 2×60 min. á viku | 2×60 min. á viku | ||
Áfangi. 2. |
|
|
|
|
12-15 ára | 4.stig | 5.stig | 6.stig | 7.stig |
Klassískur ballett | 3×75 min. á viku | 3×90 min. á viku | 4×90 min. á viku | 4×90 min. á viku |
Jazz/nútímadans | 2×75 min. á viku | 2×75 min. á viku | 2×90 min. á viku | 3×90 min. á viku |
Spuni/danssköpun |
| 1×30 min. á viku | 1×75 min. á viku | 1×75 min. á viku |
Styrktarþjálfun | 1×30 min. á viku | 1×30 min. á viku | 1×30 min. á viku | 1×30 min. á viku |
Repertoire/Dansverk | 1x 60 min. á viku | 1×60 min. á viku | 1×75 min.á viku | 1×75 min. á viku |
Listdansbraut JSB – framhaldsskólastig
Um námið
Listdansbrautar JSB á framhaldsskólastigi er nútímalistdansbraut sem jafngildir listdanskjörsviði á listdansbraut til stúdentsprófs við Menntaskólann í Hamrahlíð. Nám á listdansbraut er sérhæft dansnám sem miðast við námslok á hæfniþrepi 3 – 4 skv. skilgreiningu aðalnámsskrár fyrir framhaldsskóla. Framhaldsskólar aðrir en MH geta metið dansnámið inn á námsbrautir sínar, eftir þörfum nemenda. Nemendum er þannig gefið svigrúm til að skipuleggja nám sitt sjálfir, þeir geta þá valið að nýta dansnámið sem hluta af stúdentsprófi eða öðru lokaprófi úr framhaldsskóla. Námið veitir góðan undirbúning fyrir háskólanám í listgreininni og er fyrst og fremst ætlað þeim sem stefna á að starfa við listgreinina eða tengd störf. Inntak námsins tekur mið af lykilþáttum aðalnámsskrár fyrir framhaldsskóla. Markmiðið er að byggja upp og efla hæfni nemenda með hliðsjón af lykilþáttunum þar sem hugtökin heilbrigði og velferð, lýðræði, jafnrétti, læsi, sköpun og sjálfbærni eru höfð í fyrirrúmi. Að dansnámi loknu útskrifast nemendur sem stúdentar frá MH af listdansbraut. Að auki fá nemendur útskriftarskírteini frá Danslistarskóla JSB, náminu til staðfestingar.
Inntökuskilyrði
Hver sá er hugar að framtíð innan listdansins getur skráð sig í inntökupróf. Æskilegt er að nemendur sem hyggjast taka inntökupróf á brautina hafi lokið grunnnámi í listdansi samkvæmt aðalnámskrá eða öðru sambærilegu dansnámi. Inntökuprófið hefur það markmið að velja nemendur m.t.t. hæfileika, hæfni og möguleika til framfara. Nemendur sýna þar færni sína í jazz- og nútímadanstækni, nútímalistdansi og klassískum ballett. Við mat á frammistöðu nemenda er áhersla á líkamlega burði, tæknilega getu, tónflæði og dýpt í hreyfingum, náttúrulega samhæfingu hreyfinga, tilfinningu fyrir formi og stíl, hæfileika til túlkunar og tjáningar sem og getu til að læra og tileinka sér efni.
Skipan náms
Á listdansbraut JSB er nútímalistdansinn í forgrunni. Þjálfun í nútímadansi miðar að aukinni almennri líkamsgreind (body intelligence) og færni í að nota hreyfingu sem leið til listrænnar tjáningar. Þannig er markmið nemandans ekki aðeins það að ná góðri tæknilegri færni heldur einnig að kynnast líkama sínum og þjálfa þannig að hann nýtist sem best til listrænna starfa í áframhaldandi dansnám á háskólastigi eða í atvinnuskyni. Í námskránni eru skilgreindir námsáfangar sem miða að því að nemendur fái fjölhæfa þjálfun í gegnum mismunandi danstækni og áherslur í áföngum þ.e. releasetækni (NTDA), Grahamtækni (NTDA), samtíma- og snertispunadanstækni (NTDA), jazzdanstækni (DJAS), klassískum ballett (KLAD), spuna (SPDA), danssmíði (DSMÍ) og dansverkum (PROJ). Þessar námsgreinar eru valdar til að gefa nemandanum tæki til þess að fóta sig í síbreytilegum heimi dansins. Þær eiga að opna hug hans fyrir mismunandi möguleikum nútímalistdansins, byggja upp sjálfstraust og hvatningu til framsækni, áræði og hugrekki til að skapa og leita á ný mið. Leitast er við að veita nemendum kjarngóðan undirbúning og sterkan grunn fyrir áframhaldandi listdansnám á háskólastigi.
Nútímalistdansbraut – dreifing áfanga á 6 annir
Danstímafjöldi 17 – 20 klst. á viku pr. önn. Jazz- og samtímadanslína
Kennslugreinar | 1. önn | 2. önn | 3. önn | 4. önn | 5. önn | 6. önn |
Klassískur ballett | KLAD1GÞ05 6 klst. | KLAD1SJ05 6 klst. | KLAD2MF05 6 klst. | KLAD2NT05 6 klst. | KLAD3TS05 6 klst. | KLAD3HS05 6 klst. |
Nútíma- og samtímadans | NTDA2NR05/ 6 klst. | NTDA2GN05 6 klst. | NTDA3GN05 og/eða NTDA3NR05 6 klst. | NTDA3SD05 6 klst. | NTDA3SP05 6 klst. |
|
Spuni | SPDA2MH02 2 klst. |
| SPDA2LS02 2 klst. |
|
|
|
Jazz | DJAS1CS03 3,5 klst. | DJAS2CM03 3,5 klst. | DJAS3LS03 3,5 klst. |
| DJAS3BM03 3,5 klst. | DJAS4CJ03 3,5 klst. |
Danssmíði |
| DSMÍ2GD03 3,5 klst. |
| DSMÍ3MD03 3,5 klst. | . | DSMÍ3KD04 4,5 klst. |
Project/Jazz- og nútmadansverk |
| PROJ2NA02 2 klst. | PROJ3NB02 2 klst. |
| PROJ4NC03 3,5 klst. |
Sýningar og viðburðir
Hluti af skipulagi námsins er uppsetning danssýninga og þátttaka í fjölbreyttum listviðburðum. Í lok hverrar annar eru haldnar formlegar og óformlegar sýningar þar sem nemendur fá þjálfun í miðlun og sviðsframkomu. Haldnar eru veglegar útskriftarsýningar ár hvert þar sem nemendur takast á við krefjandi uppsetningu á lokaverkefnum sínum í danssmíðum. Útskriftarsýningar fara fram í leikhúsi. Opið hús er einnig fastur liður í desember þar sem nemendur bjóða vinum, vandamönnum og öðrum áhugasömum í heimsókn í kennslustund. Veitt er innsýn í dansnámið og verkefni nemenda á opnu húsi. Á skólaárinu taka nemendur þátt listahátíðum fyrir börn og unglinga s.s. í Unglist (16-25 ára), Barnamenningarhátíð og öðrum tilfallandi viðburðum. Allir nemendur taka þátt í viðamikilli nemendasýningu í Borgarleikhúsinu á hverju vori undir formerkjum Nemendaleikhúss JSB. Í gegnum undirbúningsvinnu sýningar og viðburðatengd verkefni fá nemendur ómetanlega þjáflun í sviðsframkomu, tjáningu, samstarfi og félagslegri færni svo fátt eitt sé nefnt.
Nánar um dansnám við Danslistarskóla JSB má lesa í skólanámsskrá skólans, sjá hér