Inga Maren og Sóley 4 ára

Ég stundaði nám hjá Jsb frá 5 ára aldri til tvítugs, sem skildi eftir sig góðar minningar, góða vini og góðan undirbúning fyrir framhaldsnámið mitt. Skólinn veitir gott aðhald og undirbýr nemendur vel tæknilega og ekki síður þegar kemur að skapandi vinnu, sem er sérstaklega mikilvægt þegar upprennandi danshöfundar eru að prófa sig áfram. 

Það er merkilegt að finna vináttu sem helst í áranna rás í tómstundum en sá jákvæði andi og góða orka sem finna má í Danslistarskóla JSB er ágætis undirstaða til þess að byggja vináttu á. Nú er dóttir mín Sóley byrjuð að dansa í JSB og ég vona að hún eigi eftir að eignast jafn fallegar minningar og vini og ég. Þegar öllu er á botninn hvolft er það jú það sem mestu máli skiptir, að börnunum líði vel og séu í skapandi og hvetjandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til þess að vaxa og dafna.