Hvar ertu núna ? Þyrí Huld Árnadóttir

Fullt nafn:

Þyri Huld Árnadóttir

Aldur :

33 ára

Hvenær varstu nemandi hjá JSB:

Ég byrjaði í Jsb þegar ég var 15 ára og hætti þegar ég fór í Listaháskólans á dansbrautina þar.

Uppáhaldsdanstíll:

Uppáhalds dansstílinn minn er samtímadans, finnst mjög gaman að nota gólfið stökkva, rúlla og hoppa. 

Besta minningin frá JSB:

Þegar við fórum með JSB í dansferð til London það var algjört ævintýri svo gaman að prufa öðruvísi dansstíla, söngleikja dans og stepp. Við fórum á West End og sáum sýningu mjög góðar minningar.

Hvar ertu núna:

Ég er búin að dansa með íslenska dansflokknum núna að verða 8 ár. Meðfram flokknum hef ég líka unnið sjálfstætt og verið að kenna.