HVAR ERTU NÚNA SÓLEY ?

Fullt nafn:

Sóley Ólafsdóttir

Aldur:

21 árs

Hvenær og hvað varstu lengi nemandi hjá JSB ?

Ég byrjaði í JSB árið 2015 og útskrifaðist af listdansbraut árið 2019.

Uppáhaldsdansstíll ?

Ég hef gaman af flestu, en mín helstu áhugasvið liggja í samtímadansinum. Floorwork er alltaf í miklu uppáhaldi og svo nýt ég þess mikið að læra frá kennurum sem koma úr ólíkri menningu og kenna samtímadans með innblæstri frá “non-western” dansstílum og hreyfiformum.

Besta minningin frá JSB ?

Það dýrmætasta sem ég tek frá JSB eru sterku tengslin við stelpurnar sem að voru með mér í bekk og við kennarana. Uppáhaldsminningin mín er útskriftarsýningin, ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til að skapa mitt eigið verk og sviðssetja undir handleiðslu kennara. Það skemmtilegasta var síðan að dansa allar bekkjarsysturnar í verkum hverrar annara, fullkominn endir á JSB ferlinum🥰

Hvar ertu núna?

Núna er ég á mínu öðru ári í Listaháskólanum á samtímadansbraut. Meðfram náminu mínu í Listaháskólanum vinn ég svo sem listskautaþjálfari og danskennari fyrir Skautafélag Reykjavíkur.