HVAR ERTU NÚNA-SARA PÉTURS

-HVAR ERTU NÚNA? Fyrrverandi nemendur JSB –

Fullt nafn:

Sara Pétursdóttir

Aldur:

24

Hvenær varstunemandi hjá JSB:

2006-2013

Uppáhaldsdansstíllinn:

Ballett

Besta minningin/minningar frá JSB? 

Nemendasýningarnar stóðu alltaf uppúr og bara allar sýningar, fannst svo gaman að koma fram á sviði. Svo var það einstaklega skemmtilegt þegar JSB fór í keppnisferð til Ítalíu. Þetta var algjört ævintýri og lærðum við mjög mikið af þessu. 

Hvar ertu núna?: 

Í dag vil ég helst bara kalla mig  listakonu. Ég vinn mikið í tónlist og hef einnig verið að mála. Ég sem tónlist og kem fram undir nafninu Glowie og hef gert það síðustu 6 ár. 

Mér finnst ennþá mjög gaman að dansa og reynslan í JSB hefur sannarlega komið sér vel  í tónlistinni þegar ég fer á svið og einnig við gerð tónlistarmyndbanda. Dansinn stjórnar því hvernig tónlist ég bý til, það er mjög sterk tenging þar á milli. Ég elska að dansa, því ég elska tónlist – og ég elska tónlist af því ég elska að dansa. Svo einfalt er það.😄