HVAR ERTU NÚNA SÆUNN RUT?

Fullt nafn:

Sæunn Rut Sævarsdóttir

Aldur:

30 ára

Hvenær og hvað varstu lengi nemandi hjá JSB:

Ég byrjaði í jazz ballett hjá JSB þegar ég var 9 ára, sem var 1999, og útskrifaðist svo af listdansbraut þegar ég var tvítug árið 2010.

Uppáhaldsdansstíllinn:

Úff erfitt að velja. Ég hef nú samt alltaf rosa gaman af bæði commercial og lyrical. Svo er líka fáranlega mikið stuð að fara í dancehall tíma 

Besta minningin/minningarnar frá JSB:

Ég á svo margar góðar minningar frá JSB, enda var JSB svo rosalega stór hluti af lífi mínu. Félagskapurinn var auðvitað frábær og alltaf rosa gaman að mæta á æfingar. Svo voru dansferðinnar hrikalega skemmtilegar, í einni dansferðinni til Nice í Frakklandi, þá var svo mikið stuð hjá okkur að við enduðum dansandi upp á borðum og stólum eftir kvöldmatinn . Auðvitað eru nemandasýningarnar mjög eftirminnilegar líka og alltaf mikil spenna í kringum þær. Sérstaklega gaman var samt á útskriftarsýningunni okkar af listdansbrautinni þegar við dönsuðum allar saman í Tjarnarbíó 

Hvar ertu núna:

Núna bý ég í Bretlandi og er að kenna jóga á fullu. Ég fann mig alveg í jóganu en virðist samt halda alltaf svolítið í dansinn líka, tímarnir mínir eru yfirleitt alltaf hálfgerður jógadans . Ég kenni aðallega á netinu núna, er með live tíma á Zoom, jógaáskrift sem heitir Flow Society og svo er ég líka með ókeypis tíma á YouTube. Svo var ég líka með svona jógaferðir fyrir covid, vonandi að maður geti byrjað að gera svoleiðis fljótlega aftur. Ég er reyndar líka með annan fótinn á Íslandi núna af því ég er í mastersnámi í lýðheilsu við HÍ. Þannig að það er nóg að gera 

😁