HVAR ERTU NÚNA KAREN?

Fullt nafn:

Karen Eik Þórsdóttir

Aldur:

24 ára

Hvenær og hvað varstu lengi nemandi hjá JSB:

Ég byrjaði 2003 og var þangað til ég útskrifaðist af listdansbrautinni 2015

Uppáhaldsdansstíllinn:

Ég flakka rosalega á milli með hvað er í uppáhaldi en contemporary er mjög oft í uppáhaldi, mér finnst floor work alltaf voða skemmtilegt.

Besta minningin/minningar frá JSB?:

Ítalíu ferðin stendur klárlega upp úr!! Þegar við kepptum á Grand Prix mótinu með Mjallhvít og stjúpan og Tea Party, bæði eftir Söndru, þar sem við fengum bikarinn fyrir Tea Party. Allar sýningarnar sem ég tók þátt í, hvort sem það voru nemendasýningarnar í Borgarleikhúsinu, jólasýningarnar á Broadway eða bara þegar við sýndum eitthvað minna. Mér þykir líka mjög vænt um allan tíman sem ég var að æfa í JSB, þetta var hitt heimilið mitt í mörg ár og mér fannst alltaf svo gott að vera upp í dansskóla.

Hvar ertu núna?:

Ég er aftur komin til Íslands eftir þriggja ára dansnám í Berlín. Útskrifaðist í lok september frá Tanzakademie Balance 1. Það er contemporary dansskóli þar sem eru teknir áfangar í mismunandi stílum og tækni. En núna er ég að vinna, safna smá pening og dansa með FWD á meðan ég finn mér næsta dans-ævintýri. Mig langar rosalega aftur út en á meðan Covid er í gangi þá held ég mér á Íslandi