HVAR ERTU NÚNA ÁSA?

Nafn:

Ása María Sigrúnardóttir

Aldur:

19 ára

Hvað varstu lengi nemandi hjá JSB:

Ég byrjaði í JSB árið 2011 og útskrifaðist svo af listdansbraut vorið 2020.

Uppáhaldsdansstíllinn:

Svoo erfitt að velja finnst allt svo skemmtilegt en í mestu uppáhaldi í augnablikinu eru commercial og nútímadans.

Besta minningin/minningar frá JSB?

Árin mín í JSB voru öll yndisleg upplifun en það sem stóð mest upp úr var félagsskapurinn. Það að koma á æfingar var alltaf uppáhaldsparturinn minn af deginum því ég vissi að þar myndi ég hitta alla vini mína og ótrúlega skemmtilegu kennarana. Nemendasýningarnar voru líka alltaf hápunktur ársins því það var svo gaman að fá að sýna á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og að tjá sig í gegnum dansinn á alvöru sviði. Hverri einustu sýningu fylgja líka æðislegar minnigar sem ég mun seint gleyma. Það stærsta sem JSB gaf mér voru tækifærin sem hafa komið mér á þann stað sem ég er í dag en það hefði ekki verið möguleiki án yndislegu kennarana og starfsfólkið í JSB. Ég er svo þakklát fyrir öll góðu árin sem ég fékk í JSB.

Hvar ertu núna?:

Núna er ég í Sitges á Spáni og stunda nám í dansi til BA gráðu í Institute of the arts Barcelona en það er mjög fjölbreytt og skemmtilegt nám. Þessa önnina er ég búin að vera í ballett, nútímadansi, commercial, tap, söng, leiklist, jazz, professional studies og fleira. Eftir að hafa verið á listdansbrautinni í JSB þá sé ég að ég var svo vel undirbúin í að fara í þetta nám. Það er svo æðislegt að ég hafi fengið það tækifæri að læra það sem ég elska að gera í líka svo flottu landi, það er janúar og næstum 20 gráður annanhvorn dag.