DANSBIKARINN 2023

 

Við endurvekjum DANSBIKARINN!

DANSBIKARINN er innanhúss danskeppni sem haldin var á hverju ári frá 2001-2014. Við endurvekjum nú keppnina þar sem nemendur fá tækifæri til að semja sjálfir og efla sköpunargleðina. 

Skráning í DANSBIKARINN er hafin og stendur til 17. febrúar.

Skráning fer fram á Sportabler og keppnisgjald er 1500 kr. á keppanda.

Keppnin fer fram föstudaginn 24. mars kl.18:00.

Nemendur geta keppt með sóló, dúett eða tríó í aldursflokkunum 10-12 ára og 13-16 ára. 

Nemendur semja 1,5-2 mínútna atriði sjálfir. 

Stig verða gefin fyrir frumsaminn dans, búning, hár & förðun, lagaval og túlkun.

Keppnin fer fram í sal 5 í JSB og sviðið verður 4×6 m að stærð.

Við hvetjum nemendur til að semja og æfa heima í stofu en einnig verður hægt að skrá sig á æfingar í sal í afgreiðslu JSB.