Arna Sif Gunnarsdóttir og Alma Katrín 5 ára.



Ég heiti Arna Sif og var nemandi hjá Danslistarskóla JSB frá 12 ára þar til ég útskrifaðist af danslistarbraut þá rétt rúmlega tvítug. Ég man enn þá fyrsta daginn minn. Þegar ég kom inn í danssalinn þá upplifði ég hlýlegt andrúmsloft og ég man að það var alltaf tekið svo vel á móti mér, og svoleiðis var það alla skólagönguna. Það má segja að skólinn hafi verið mitt annað heimili og þar kynntist ég mínum bestu vinkonum sem ég á enn þann dag í dag. Skólinn leggur mikinn metnað í kennsluna og skapar hún sterkan grunn fyrir nemendur sem vilja halda svo áfram út í atvinnulífið sem dansarar. Sjálf hef ég verið í söngleikjum á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í 5 ár sem atvinnudansari og er það að stórum hluta náminu mínu í Danslistarskóla JSB að þakka. Nú er dóttir mín, 5 ára, að stíga sín fyrstu skref í skólanum og má segja sömu sögu um hana. Hún elskar að koma og hitta vinkonur sínar og dansa við skemmtilega tónlist með skemmtilegum kennara. Ég mæli innilega með þessum skóla fyrir alla þá foreldra sem vilja að börnin sín upplifi góðan og uppbyggilegan aga, frábæra tækni sem nýtist þeim vel og síðast en alls ekki síst dansgleðina. 

-Arna Sif Gunnarsdóttir, dansari